en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3482

Title: 
  • is Áhrif kynferðisofbeldis á líðan þolenda sem leita til Stígamóta: Tengsl áfallastreitueinkenna, áfengis- og vímuefnavanda og bjargráða
Abstract: 
  • is

    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni áfallastreitueinkenna, áfengis- og vímuefnavanda hjá fólki sem leitar til Stígamóta í kjölfar kynferðisofbeldis. Einnig var tilgangurinn að kanna bjargráð og áhrif þeirra á tengsl áfallastreitueinkenna og áfengis- og vímuefnavanda. Nánar tiltekið var athugað hvort að þeir sem nota minna af jákvæðum tilfinningamiðuðum bjargráðum, þ.e. tilfinningaúrvinnslu eða tilfinningatjáningu eða meira af reynsluforðunar bjargráðum greini frekar frá áfallastreitueinkennum eða áfengis- eða vímuefnavanda. Þátttakendur voru 48 þolendur kynferðisofbeldis sem leituðu aðstoðar Stígamóta á tímabilinu janúar til apríl 2009. Helstu niðurstöður voru þær að 58,7% þolenda greindu frá áfallastreitueinkennum, um 20,8% greindu frá áfengisvanda og 16,6% greindu frá vímuefnavanda. Þolendur sem nota minna af tilfinningaúrvinnslu og tilfinningatjáningu en meira af reynsluforðun greindu frekar frá áfallastreitueinkennum. Auk þess greindu þolendur sem nota minna af tilfinningaúrvinnslu og meira af reynsluforðun frekar frá áfengisvanda. Niðurstöðurnar sýna að meirihluti þolenda sem leita til Stígamóta á við margvísleg vandamál að stríða. Auk þess gefa þær mikilvægar upplýsingar varðandi hvað geta reynst þolendum kynferðisofbeldis hjálplegar og óhjálplegar aðferðir við að takast á við áfallastreitueinkenni og áfengisvanda.

Accepted: 
  • Aug 28, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3482


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Olina_Gudbjorg_Vidarsdottir_fixed.pdf923.32 kBOpenHeildartextiPDFView/Open