is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34822

Titill: 
  • Opnun Norður-Íshafs: Viðskiptamöguleikar Íslands. Hvaða viðskiptamöguleika getur Ísland skapað sér á norðurslóðum þegar Norður-Íshafið opnast fyrir nýjar siglingaleiðir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknarritgerð fjallar um opnun Norður-Íshafsins, þá aðallega Norðursjóleið, hvaða breytingar í skipaflutningi munu fylgja þessum breytingum og hvaða tækifæri opnast fyrir Ísland, sem er með landfræðilega heppilega staðsetningu í þeirri þróun. Felast tækifæri í því fyrir Ísland að byggja upp umskipunarhafnir og bjóða upp á þjónustu þeim tengdum og hvaða náttúruauðlindir á Norðurheimskautinu, og þar í kring, er talið að muni breyta viðskiptalífinu? Gæti Ísland veitt þjónustu og tekið þátt í rannsóknum á nýjum auðlindaslóðum? Þá myndast einnig möguleikar á því að styrkja samband okkar við Grænland, ef samkomulag um samvinnu kemst á, t.d. í skipaflutningi. Auk þess er farið yfir þær hindranir sem eru í Norður-Íshafinu og kannað hvort önnur tækifæri bjóðist Íslandi, og hvort það séu kerfisvillur í okkar hagkerfi sem gætu hindrað þau tækifæri.
    Farið verður yfir þær skipaleiðir sem eru notaðar í dag fyrir skipaflutning milli Asíu og Evrópu annars vegar og Ameríku og Evrópu hins vegar. Skurðirnir tveir, Panama-skurðurinn í Panama og Suez-skurðurinn í Egyptalandi eru þær leiðir sem eru helst notaðar í dag, en þær eru töluvert styttri en að sigla niður fyrir Afríku eða Suður-Ameríku. Skipaflutningur mun þó breytast við opnun Norður-Íshafsins og mun koma til með að stytta siglingarleiðir ennþá meira fyrir sum lönd, sem stunda siglingar milli Kyrrahafs og Atlantshafs. Ásamt því mun hönnun skipa breytast, þar sem stærri skip munu koma til með að geta siglt Norður-Íshafið.

Samþykkt: 
  • 10.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JK.pdf155.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Opnun Norður-Íshafs final.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna