is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34823

Titill: 
  • "Hallærisleg regnhlíf hinseginleikans." Hinsegin greining á unglingabókunum Kossar og ólífur, Ég og þú og Svart og hvítt eftir Jónínu Leósdóttur.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar í megindráttum um hinsegin unglingabókmenntir. Hvernig þær komu til, þróun á söguþræði, og staða þeirra í dag. Farið er í sögu þeirra hér og erlendis auk þess sem tekin er til greiningar, þríleikur eftir Jónínu Leósdóttur. Við greiningu á bókunum er stuðst við fræði Eve Kosofsky Sedgwick um hinsegin gjörningshátt og tengsl þess við tilfinninguna skömm. Einnig er stuðst við fræði Lisa Duggan um samkynhneigð viðmið og fræði Michel Foucault um vald og orðræðu. Greining þríleiksins felst í því að sýna fram á ákveðna þætti sem eru á skjön við það hefðbundna í samfélaginu og hvernig skömm loðir við sem tilfinning í upplifun persóna. Markmið þessarar ritgerðar er að reyna sýna hvernig birtingarmyndir hinseginleikans í bókmenntum felast ekki einungis í því augljósa, heldur einnig í því sem gert er ráð fyrir að vera hefðbundið. Það sé í raun með hinseginleikanum sem það hefðbundna öðlast grundvöll.

Samþykkt: 
  • 10.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hallærisleg regnhlíf hinseginleikans.pdf500.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf375.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF