is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34824

Titill: 
  • Breytingar á beygingu orða af ijō-stofni. Um innleiðingu endingarinnar -r í nefnifalli eintölu ijō-stofna.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lögð fram til BA-prófs í íslensku við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar er breytingar sem orðið hafa á beygingu orða af ijō-stofni, einum undirflokka ō-stofna, frá frumgermönsku til nútímaíslensku. Hér er um að ræða orð eins og heiði, ermi og festi, sem í forníslensku höfðu beygingarendinguna -r í nefnifalli eintölu, þá heiðr, ermr og festr. Ólíkt öðrum sérhljóðastofnum, sem höfðu hljóðrétt fengið endinguna -r út frá frumnorrænu -R (sbr. armr, gestr < *armaR, *gastiR) í nefnifalli eintölu í forníslensku, er r-ending ijō-stofna ekki til komin með hljóðréttum hætti heldur virðist hafa átt sér stað áhrifsbreyting til samræmis við aðra kvenkennda stofna, nánar til tekið i-stofna. Sennilegt þykir að endingin -R (> -r) hafi til að byrja með verið tekin upp í kvennanöfnum með viðlið eins og -hildr og -gerðr og hún hafi komið frá kvennanöfnum sem höfðu i-stofn sem viðlið (t.d. -dís(s) og -gunnr). Þá er líklegt að breytingin hafi komið til vegna merkingarlegra þátta frekar en beygingarlegra. Síðar hafi samheiti getað tekið upp -r í nefnifalli eintölu.
    Í íslensku þróuðust ijō-stofnar áfram þegar endingin -r varð -ur (vegna u-innskots), sem síðar vék fyrir -i. Síðarnefnda breytingin er talin stafa af útjöfnun í beygingardæmum ijō-stofna þar sem nefnifall tekur upp mynd þolfalls og þágufalls. Einnig kemur til greina að veikir kvenkynsstofnar (īn-stofnar) hafi haft áhrif hér.
    Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir breytingum á endingu nefnifalls eintölu ijō-stofna með áherslu á innleiðingu endingarinnar -R (> -r), þ.e. hvenær og hvernig hún kom fram. Í upphafi verður stuttlega fjallað um germönsku málaættina, áhrifsbreytingar og nafnorðastofna. Þá verða gefin beygingardæmi forngermanskra og norrænna mála og þau borin saman og undir lokin verður gerð grein fyrir áhrifsbreytingum ijō-stofna, hvaðan áhrifin eru talin hafa komið og með hvaða hætti.

Samþykkt: 
  • 10.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SolveigMariaSigurbjornsd_BA_lokaskil.pdf561.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_BA.pdf55.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF