is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34825

Titill: 
  • Áttbeygðar sagnir - kynslóðamunur. Rannsókn á kynslóðamun áttbeygðra sagna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrjár tegundir sagna finnast í táknmálum, venjulegar sagnir, próformasagnir og áttbeygðar sagnir. Í þessari ritgerð er breyting á áttbeygingu sagna milli kynslóða í íslenska táknmálinu rannsökuð. Fimm sagnir skoðaðar, sagnirnar SVARA, HRINGJA, ÚTSKÝRA, LÁNA og SPYRJA. Rætt var við níu einstaklinga sem fæddir eru á árunum 1936-1981, til að leita svara um kynslóðamun áttbeygðra sagna. Til að fá viðmælendur til að framkvæma táknið og sjá hvernig og hvort þeir áttbeygja sagnirnar, voru þeim sýndar fimm myndir með einu sagnorði undir, sagnorði sem passaði við hverja mynd. Rannsóknin var gerð á nokkrum stöðum. Talað var við elstu kynslóðina, auk eins sem telst hluti af yngstu kynslóðinni í föstudags kaffi í Döff félaginu, þar var talað við 6 einstaklinga. Hina var talað við ýmist á vinnustöðum eða í heimahúsi.
    Markmið rannsóknarinnar var að svara eftirfarandi spurningum: Er kynslóðamunur í notkun á áttbeygðum sögnum í íslensku táknmáli? Notar yngra fólk áttbeygingu meira en eldri einstaklingar ?
    Í upphafi rannsóknarinnar var talið að einungis þau yngstu áttbeygðu sagnirnar sem í dag teljast ekki til áttbeygðra sagna en annað kom í ljós, áttbeyging sást hjá öllum kynslóðum þó var meira um áttbeygingu hjá yngstu kynslóðinni. Áttbeyging byrjar að sjást í máli þeirra sem fæðst hafa á milli 1954-1964, en þó er meira um áttbeygingu hjá yngri kynslóðunum.

Samþykkt: 
  • 10.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áttbeygðar sagnir - kynslóðamunur. Rannsókn á kynslóðamun áttbeygðrasagna.pdf882.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
01-09-2020-17.54.08-Yfirlýsing.pdf618.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF