is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34826

Titill: 
  • Titill er á spænsku Aborto ilegal en Argentina. ¿Por qué no ha sido legalizado el aborto en Argentina?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð, sem unnin er til fullnustu B.A. -prófs í spænsku frá Háskóla Íslands, miðar að því að skoða samfélagsþætti sem gera það að verkum að Argentínumenn eru enn þann dag í dag, í upphafi ársins 2020, að berjast fyrir löggildingu þungunarrofs. Þungunarrof er eitt umdeildasta málefnið í argentínsku samfélagi um þessar mundir og rökin fyrir löggildingu er ein meginstefna fjöldamargra baráttuhópa femínista sem hafa orðið til á undanförnum áratugum. Fyrri hluti verkefnisins varpar ljósi á sögu kvenna í argentínsku samfélagi, ráðandi hlutverk þeirra og áskoranir allt frá því þegar Spánverjar settust þar að á 17. öld og fóru að móta menningu og þjóðlíf í landinu til 20. Aldar, þegar kvennahreyfingum fór að vaxa fiskur um hrygg.
    Að rannsaka sögu argentínskra kvenna er afar mikilvægur þáttur til að skilja valdastöðu þeirra í dag, ekki síst í ljósi þess að ofbeldi gegn konum er ríkjandi þáttur í samfélaginu jafnt og skortur á jafnrétti kynjanna almennt. Til að ná því markmiði verður að auki kastljósum beint að áhrifamestu konum byltingarsögunnar, sem á sinn hátt ýttu við og börðust fyrir jafnrétti kvenna og hvernig það leiddi til þess að rödd þeirra fór smám saman að skipta meira máli.
    Í öðrum hluta ritgerðarinnar er sjónum beint að þróun og ferli hreyfingarinnar sem berst sérstaklega fyrir því að löggilda þungunarrof, vinnuferli hinna ýmsu samtaka og árangri þeirra. Skoðaðar eru röksemdir beggja hliða: hvaða rök setja hin mismunandi samtök sem berjast fyrir löggildingu þungunarrofs á oddinn og hvaða rökum heldur hópurinn á lofti sem berst á móti. Einnig verður stöðu kvennabyltingar samtímans lýst og því velt upp hversu langt hreyfingin á í land. Í lok ritgerðarinnar verður gerð grein fyrir helstu atriðum sem útskýra hví málefnið er enn í dag eitt af erfiðustu ágreiningsmálum í Argentínu.

Samþykkt: 
  • 10.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Marín Kristinsdóttir_Aborto en Argentina.pdf773.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_medferd_AMK.jpg2.92 MBLokaðurYfirlýsingJPG