Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34827
Markmið þessarar ritgerðar er að kanna stöðu vísindaskáldskapar á íslenskum útgáfumarkaði. Fyrst verður farið stuttlega yfir skilgreiningar á vísindaskáldskap og sögu greinarinnar almennt áður en litið verður til upphafs og sögu íslensks vísindaskáldskapar. Því næst verður rýnt sérstaklega í útgáfusögu áranna 1990 til 2019 til að varpa ljósi á þróun greinarinnar hér á landi og hvernig hún hefur mótast fram til dagsins í dag. Leitast verður við að útskýra hvers vegna vísindaskáldskapurinn er á jaðrinum í bókaútgáfu og hvort viðhorf útgefenda og lesenda stjórnist af ranghugmyndum eða fordómum í garð greinarinnar. Að lokum verða möguleikar og sóknarfæri í vísindaskáldskaparútgáfu könnuð og hvernig þessi útskúfaða bókmenntagrein getur orðið fullgildur þáttakandi í bókaflórunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
TSStitilsida.pdf | 10,09 kB | Opinn | Titilsíða | Skoða/Opna | |
TSSritgerd.pdf | 455,59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
TSSyfirlysing.pdf | 285,55 kB | Lokaður | Yfirlýsing |