Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34829
Ágrip
Markmiðið með þessari ritgerð er að rannsaka og lýsa íslenskum og evrópskum opinberum gögnum, þ.e. Aðalnámskrá framhaldsskóla og Evrópska tungumálarammanum, til að greina hvernig frönskukennari á að kenna málfræði á fyrsta hæfniþrepi samkvæmt íslenskri menntastefnu, það er að segja Aðalnámskrá. Rannsakaðar eru beinar tilvísanir sem varða málfræði sem finna má í Evrópska tungumálarammanum sem og óbeinar ábendingar varðandi málfræði úr Aðalnámskrá framhaldsskóla. Skilningur á þeim upplýsingum sem fyrrnefnd gögn láta okkur í té gerir frönskukennurum kleift að starfa og semja námsefni í samræmi við og í anda opinberrar menntastefnu.
Lykilorð: Málfræði, Aðalnámskrá, kennslufræði, þekking, leikni, hæfni, kennsla, tungumálanám, námsmat, Evrópski tungumálaramminn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Valentin Jules Georges Dezalle.pdf | 2.89 MB | Lokaður til...10.01.2084 | Titilsíða | ||
annarj_10.1.2020_10-10-06.pdf | 478.54 kB | Lokaður |