is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34830

Titill: 
  • Hvað verður um ástvin minn. Frá andláti að jarðsetningu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er Mag. Theol verkefni og snýr að ýmsum þáttum sem tengjast andláti og útförum á Íslandi. Markmiðið er að dýpka skilning á þessum þáttum og er það gert með því að setja þá í sögulegt samhengi en einnig með því að fjalla um sálgæslulega og táknræna merkingu útfarasiða og athafna sem tengjast ástvinamissi, dauða og sorg. Andlát og útför marka ákveðin kaflaskil í lífi aðstandenda. Fólk sem missir náinn ástvin gengur oft í gegnum sorgarferli og leitar sér aðstoðar á formi sálgæslu í kjölfarið. En að ýmsu fleiru er að hyggja. Já, hvað tekur við eftir andlát ástvinar? Hvað verður um ástvin minn eftir andlátið? Þessar algengu spurningar ástvina hafa verið mér leiðarljós gegnum verkefnið og átt þátt í að móta uppbyggingu þess.
    Uppbyggingu verkefnisins er þannig háttað að í öðrum kafla er fjallað um útfarir og útfararsiði á Íslandi frá sögulegum sjónarhóli. Leitað er allt aftur til Grágásar, fjallað um hauga og dysjar í heiðnum sið á Norðurlöndum, kristna, rómversk-kaþólska útfararsiði og breytingar á þeim eftir siðaskiptin, þróun á umbúnaði látinna og íslensku húskveðjuna sem tíðkaðist frá 19. öld og allt fram til okkar tíma.
    Í þriðja kafla er fjallað um andlátið og er kastljósinu beint að hagnrýtum atriðum fyrst og fremst.Andlát getur átt sér stað nokkurn veginn hvar sem er og sjónum beint að nokkrum ólíkum aðstæðum og hefðbundnum viðbrögðum við þeim. Í fjórða kafla er sjónum beint að börnum sem aðstandendum og hvernig aðkoma þeirraleiðir oft til þess að útförin breytist. Fimmti kaflinn hverfist um sorgina. Sorgin er óhjákvæmilegur fylgifiskur útfarar sem réttlætir að henni er gefið mikið rými í ritgerðinni. Sjötti kafli snýr svo að sálgæslulegum áhrifum útfara og er þar leitast við að svara spurningunni til hvers þarf í raun og veru að vera útför yfir ástvini okkar. Sjöundi kaflinn og síðasti kafli ritgerðarinnar fjallar um hagnýta hluti. Þar er fjallað ítarlega um uppbyggingu þeirra athafna sem taka við þegar einstaklingur deyr, þ.e. bænastundir á dánarbeði, kistulagningar og útfarir.

Samþykkt: 
  • 10.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mag theol snævar.pdf520.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing snævar.pdf47.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF