Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34832
Í ritgerðinni er fjallað um vandræði sem séra Jón Steingrímsson, prófastur í Skaftafellsþingum, lenti í sumarið 1784. Jóni var falið af stiftamtmanni að flytja innsiglaðan peningaböggul til sýslumannsins í Vestur-Skaftafellssýslu til neyðarhjálpar vegna Skaftárelda. Pakkinn var opnaður á leiðinni, úr honum var skammtað fé og vegna þess komst Jón í mikil vandræði. Til þessa hefur umfjöllun um málið einvörðungu verið höfð eftir sjálfsævisögu Jóns. Í ritgerðinni er málið, aðdragandi þess og eftirmál könnuð út frá samtímaheimildum og er markmiðið tvíþætt. Í fyrsta lagi er mál Jóns notað til þess að greina framkvæmd neyðaraðstoðarinnar í móðuharðindunum með hliðsjón af stjórnmálasögu Íslands á seinni hluta átjándu aldar. Í öðru lagi er lagt mat á Jón Steingrímsson sjálfan út frá öðrum ritheimildum en hann samdi sjálfur, en í gegnum tíðina hafa rannsóknir á honum einkum beinst að verkum hans sjálfs. Sýnt er fram á að togstreita og vantraust milli stiftamtmanns, sem fulltrúa miðstjórnarinnar í Kaupmannahöfn, og innlendra embættismanna höfðu gagnger áhrif á framkvæmd neyðarhjálparinnar. Einnig kemur fram að samtímahugmyndir um hagstjórn og löggæslu mótuðu viðbrögð stjórnvalda við broti Jóns og aðgerðum annarra íslenskra embættismanna í neyðarhjálpinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jón_Kristinn_BA ritgerð 2020.pdf | 561.63 kB | Lokaður til...01.01.2040 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing-Jón.pdf | 46.05 kB | Lokaður |