en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34841

Title: 
  • Title is in Icelandic Fleirtala í íslensku táknmáli
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um fleirtölu nafnorðatákna í íslensku táknmáli (ÍTM). Tilgangur rannsóknarinnar er þrískiptur: (1) Skoða aðferðir íslenskra táknmálshafa í tjáningu á fleirtölu. (2) Bera saman niðurstöður við erlendar rannsóknir. (3) Bera niðurstöður saman við fyrri rannsókn á fleirtölu í ÍTM.
    Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um uppbyggingu táknmála, hljóðkerfisfræði og orðhlutafræði. Því næst er rætt um orðmyndunar-aðferðir í táknmálum, þ.e. samsetningu, afleiðslu og beygingu.
    Fleirtölumyndunar-aðferðir í nokkrum táknmálum voru skoðaðar. Helstu aðferðirnar eru endurtekning og Ø-merking. Hljóðkerfisfræðilegar hömlur, hreyfing og myndunarstaður, stjórna því hvort tákn geta verið orðhlutafræðilega beygð. Tilbrigði voru í birtingarmyndum endurtekningar sem og hljóðkerfisfræðilegum hömlum milli táknmála. Í táknmálum eru til margar leiðir til að tjá fleirtölu, sem fela ekki í sér breytingu á grunneiningum í tákninu sjálfu, en eru þó algengar leiðir til að tjá fleirtölu nafnorða. Þær eru próformadreifing og notkun magnorða eða töluorða. Ein rannsókn hefur verið gerð á fleirtölu nafnorða í ÍTM, en það er óbirt ritgerð Elísu G. Brynjólfsdóttur (2009) unnin fyrir Rannís. Helstu niðurstöður hennar eru kynntar.
    Því næst er rætt um rannsókn höfundar á fleirtölumyndun í ÍTM. Farið er yfir aðferð, höfundur hitti fjóra málhafa ÍTM og bað þá um að sýna fleirtölumyndun tákna. Niðurstöður eru kynntar, þær eru að málhafar hafa margar mismunandi leiðir til að tjá fleirtölu; Endurtekning, próformadreifing, Ø-merking, magnorð eða töluorð og fleirtölubending. Gögn úr rannsókninni benda til þess að hljóðkerfisfræðilegar hömlur, sérstaklega er varða hreyfingu, séu ekki jafn strangar og í öðrum táknmálum eins og í þýsku táknmáli (DGS) og ítölsku táknmáli (LIS). Niðurstöður staðfesta sumar ályktanir Elísu G. Brynjólfsdóttur. Þó er einnig að finna misræmi í niðurstöðum okkar, sem eru einna helst algengi aðferða og munur á hljóðkerfisfræðilegum hömlum, en hennar niðurstöður líkjast meira niðurstöðum Pfau og Steinbach í rannsóknum á DGS (2005). Þörf er á fleiri rannsóknum á fleirtölumyndun í ÍTM.

Accepted: 
  • Jan 10, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34841


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA Sigurður J..pdf546.77 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Scanned from a Xerox Multifunction Printer.pdf53.27 kBLockedDeclaration of AccessPDF