is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34844

Titill: 
  • Siðrænar dygðir og læknismenntun. Hugmyndalegur grunnur að mannkostamenntun lækna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu meistaranámsverkefni í hagnýtri siðfræði er fjallað um hugmyndalegan grunn þess að nám í læknisfræði geti eflt faglega mannkosti, færleika og dygðir nema – klínískan þroska fagmanneskjunnar. Leitað er í þann ríka grunn dygðasiðfræðilegra hugtaka og mannskilnings sem siðfræði Aristótelesar hefur fram að færa og einnig hagnýtra hugmynda úr fræðaheimi heimspekinnar, sálfræði, kennslufræða og læknisfræðinnar síðustu 50 ár til að byggja upp hugmyndalega umgjörð þess sem kallað er mannkostamenntun. Sem innlegg í þá uppbyggingu fól verkefnið í sér fjölþátta megindlega rannsókn í formi könnunar á dygðasiðfræðilegum eiginleikum og viðmiðum meðal læknanema og lækna. Rannsóknin leiddi í ljós þá færleika og dygðir (mannkosti) sem þátttakendur telja mikilvægastar fyrir manngerð hins góða læknis og þær niðurstöður voru bornar saman við sambærilega breska rannsókn (Jubilee-setursins). Samanburðurinn bendir til tilvistar sammannlegra þátta siðferðis sem endurspeglast í sterkri fylgni á vali fagfólks á mannkostum og vægi þeirra milli landa. Aðrir hlutar rannsóknarinnar benda til þess að dygðir og færleikar komi saman í starfrænum klösum í ferli ákvörðunartöku og verkum fagfólks sem þjóna góðum markmiðum, en tíðar upplifanir lækna á miklu vinnuálagi hérlendis skyggja nokkuð á að mannkostir þeirra fái að njóta sín. Samantekið úr hugmyndalegum grunni ofangreindra fræða og niðurstöðum þessara tveggja rannsókna mátti setja saman tillögu að hugmyndalegum grunni mannkostamenntunar lækna. Helstu áskoranir framkvæmdar hennar liggja í formlegri menntun kennara um hana og skorti á áreiðanlegum leiðum til að meta árangur meðal nema. Skoðuð gögn benda til mikilvægis mannkostamenntunar og að nærandi skilyrði þurfi í menntastofnunum og klínísku vinnuumhverfi heilbrigðisstofnana til að hún blómstri.

Samþykkt: 
  • 13.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð-Siðrænar dygðir og læknismenntun-10.jan-2020.pdf3.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing-SvanurSig.pdf133.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF