is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34854

Titill: 
  • Hafa laun forstjóra hækkað meira en laun annarra starfsmanna í íslenskum fyrirtækjum árin 1999 til 2018? Áhrif stjórnunarvalds á launahlutfall forstjóra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn á launahlutfalli forstjóra og annarra starfsmanna árin 1999 til 2018 byggir á ítarlegu gagnasafni sem nær til starfsmanna og fyrirtækja á Íslandi (með 50 starfsmenn eða fleiri) og teljast til almenns vinnumarkaðar. Niðurstöður gefa til kynna að laun forstjóra í íslenskum fyrirtækjum hafi hækkað umfram laun annarra starfsmanna á tímabilinu 2002 til 2007 en lækkað árin 2008 og 2009. Síðan þá hefur launahlutfall forstjóra og annarra starfsmanna verið svipað. Ef hins vegar er horft til forstjóra í stórum fyrirtækjum (með 250 starfsmenn eða fleiri) hafa laun þeirra hækkað meira en annarra starfsmanna yfir tímabilið, þrátt fyrir lækkun á hlutfallinu árin 2008 og 2009. Sama gildir um laun forstjóra í fyrirtækjum skráð á markað. Launahlutfall forstjóra í meðalstórum fyrirtækjum (50 til 249 starfsmenn) hefur aftur á móti haldist nokkuð stöðugt yfir allt tímabil rannsóknar. Á árunum 2016 til 2018 var launahlutfall forstjóra og annarra starfsmanna í íslenskum fyrirtækjum rúmlega 4 sem gefur til kynna að forstjórar hafi verið með rúmlega 4 sinnum hærri laun en aðrir starfsmenn. Sambærilegt launahlutfall forstjóra í stórum fyrirtækjum var rúmlega 6 og í fyrirtækjum á markaði var launahlutfallið rúmlega 8. Í alþjóðlegu samhengi er launahlutfall forstjóra mun lægra á Íslandi en í öðrum löndum sem helst í hendur við niðurstöður rannsókna um hvað hefur áhrif á hlutfallið. Niðurstöður greininga á launahlutfalli forstjóra yfir tímabilið 2014 til 2018 gefa ekki til kynna að launahlutfall forstjóra sé hærra því meira vald sem forstjóri hefur. Af fjórum þáttum sem mældu vald og innihéldu meðal annars mælingar á stjórnarháttum fyrirtækja, hafði einungis starfsreynsla forstjóra lítil en marktæk áhrif á launahlutfall forstjóra. Lagt er til að þróaðar verði nýjar mælingar á valdi á sviði tengslamyndunar. Þessi rannsókn hefur þann kost að hún byggir á yfirgripsmiklum gögnum og nær til stærri hluta fyrirtækja en almennt tíðkast í rannsóknum á launum forstjóra.

  • Útdráttur er á ensku

    This analysis on CEO compensation in relation to worker compensation is based on detailed matched employer-employee data from 1999 to 2018 in Icelandic firms with 50 employees or more in the private sector. The main results are that the compensation of CEOs grew more than the compensation of other workers in firms during the period from 2002 to 2007, but less in the years 2008 and 2009 after the financial crisis. Since then the CEO-to-worker ratio has been stable. However, in large firms with more than 250 employees the compensation of CEOs has increased more than compensation of workers during the period 1999 to 2018. The same trend can be seen for listed firms in Iceland. But in medium-sized firms with employees between 50 and 249 the trend over twenty years has been status quo. For the years 2016 to 2018 the CEO-to-worker ratio was on average over 4, suggesting that CEOs have over 4 times the median of the workers’ pay. Comparable CEO-to-worker ratio was over 6 for large firms and 8 for listed firms. In worldwide context the CEO-to-worker ratio is lower in Iceland than other countries which is consistent with results on the impact of country level institutions on the CEO pay ratio. Analysis estimating the managerial power on the CEO-worker ratio do not suggest that the ratio is higher with more powerful CEO and as such do support the managerial power view. The analysis was based CEO tenure and typical measure of corporate governance. The CEO tenure was the only factor that had a small but significant effect on the CEO-to-worker ratio. Exploring new measurements of power embody CEO networking is proposed. The advantage of this analysis is the comprehensive data, often lacking in research on CEO compensation.

Samþykkt: 
  • 14.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_skemman.pdf529.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Margrét Kristín Indriðadóttir_final.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna