Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34855
Unglingsárin eru viðkvæmur og mótandi tími í lífinu. Unglingur upplifir margt sem getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á þróun sjálfsmyndar. Námserfiðleikar geta haft neikvæð áhrif á þróun sjálfsmyndar og sálfélagslega líðan sem leiðir af sér að unglingum gengur oft erfiðlega í skólanum og hafa litla trú á sjálfum sér og námsgetu sinni. Í þessari ritgerð eru félagsleg áhrif námserfiðleika á unglinga skoðaðir. Farið er yfir hvernig námserfiðleikar hafa áhrif á sálfélagslega líðan unglinga og þróun sjálfsmyndar. Einnig eru hin ýmsu störf skólafélagsráðgjafar skoðuð og hvernig skólafélagsráðgjafinn kemur til móts við nemendur með námserfiðleika. Markmið ritgerðarinnar er að sýna að námserfiðleikar eru ekki aðeins líffræðilegir heldur geta þeir orsakast af völdum tilfinningalífs, uppeldisaðstæðum, umhverfis og lélegri kennslu. Markmiðið er þar að auki að leiða í ljós hvernig skólafélagsráðgjafar starfa og sýna hvernig aðkoma þeirra er að börnum sem kljást við námserfiðleika. Leitast var eftir að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
Hvernig geta erfiðleikar í námi haft félagsleg áhrif á börn í efri bekkjum grunnskóla?
Hver er aðkoma skólafélagsráðgjafa að þessum börnum?
Nemendur sem glíma við námserfiðleika eru líklegri til að hafa kvíða og þunglyndi, slaka sjálfsmynd, samskipta og hegðunarerfiðleika, litla trú á eigin getu, litla sjálfsstjórn, áhættuhegðun og litla félagslega færni. Munur er á viðhorfum drengja og stúlkna til náms en rannsóknir sýndu að drengir þyrftu að sýna óbeit á skólanum og lítinn metnað ef þeir vildu vera vinsælir. Skólafélagsráðgjafar gegna því hlutverki að fara með forvarnarstarf í skólanum. Snemmtæk íhlutun er ein gerð forvarna en hún er mikilvæg fyrir börn með námserfiðleika. Hún er árangursríkust þegar foreldrar hafa fengið markvissa ráðgjöf og fræðslu varðandi barn sitt. Þessi fræðsla er í verkahring skólafélagsráðgjafa í samráði við aðra fagaðila og stofnanir. Með heildarsýn geta skólafélagsráðgjafar séð við hvaða námslegar, tilfinningalegar og félagslegar aðstæður nemandinn lifir við.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerð_Hugrún Hlín Gunnarsdóttir-pdf.pdf | 446.64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlýsing.pdf | 15.47 MB | Lokaður | Yfirlýsing |