Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34863
Þetta verkefni lýsir núverandi stöðu á notkun og þekkingu á upplýsingalíkönum mannvirkja (BIM) hjá ÍAV og leggur til vörður í átt að árangursríkri innleiðingu BIM hjá fyrirtækinu. Fræðileg umfjöllun
verkefnisins lýsir helstu hugtökum BIM og jafnframt helstu hugtökum breytingastjórnunar sem felst í innleiðingu.
Gerð var tvíþætt rannsókn. Annars vegar til að greina reynslu, þekkingu og viðhorf starfsmanna ÍAV á stafrænni tækni í byggingariðnaði. Hins vegar voru tekin viðtöl við fagaðila sem hafa þekkingu og reynslu af BIM.
Útkoma verkefnisins er tillaga að innleiðingaráætlun BIM hjá ÍAV. Markmið þessa verkefnis er að það nýtist fyrirtækinu til að innleiða BIM.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaverkefni_2019_BT.pdf | 6.11 MB | Lokaður til...01.02.2025 | Heildartexti | ||
LOKUN BEIÐNI.pdf | 415.76 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |