Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34865
Tilgangur þessa verkefnis er að greina það hverjar helstu orsakir rakaskemmda eru í íbúðarhúsnæði hérlendis auk þess að kortleggja í hvaða hluta húsnæðis rakaskemmdir koma helst fram.
Í þessu skyni voru teknar 150 skoðunarskýrslur frá Verkfræðistofunni Eflu en þær höfðu að geyma greiningu á rakavandamálum húsa.
Helstu orsakir reyndust í réttri röð vera gluggar og útihurðir, vatnsvörn baðherbergja, þök og síðan notkun íbúa eða hegðun þeirra í húsnæðinu.
Þeir hlutar húsnæðis þar sem rakaskemmdir komu helst fram reyndust í réttri röð vera útveggir, gólf og baðherbergi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Arnar Þór Hrólfsson.pdf | 893.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |