is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34867

Titill: 
  • Stafræn ráðgjöf með nemendum með hreyfihömlun: Notkun stafrænnar ráðgjafar með nemendum með hreyfihamlanir í grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvernig stafræn náms- og starfsráðgjöf er notuð með nemendum með hreyfihömlun í grunnskólum og hvernig hún gagnast ef hún er notuð. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við sex náms- og starfsráðgjafa sem höfðu starfað í grunnskóla og höfðu áhuga á stafrænni ráðgjöf eða reynslu af því að vinna með nemendum með hreyfihömlun. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stafræn ráðgjöf er ekki mikið notuð í grunnskólum í dag. Ekki er notast við stafræna ráðgjöf í teymisvinnu vegna nemenda með hreyfihömlun vegna nýrra persónuverndarlaga og skorts á öruggum hugbúnaði til að nýta upplýsinga- og samskiptatækni. Í nokkrum bæjarfélögum hefur verið innleidd svokölluð spjaldtölvustefna sem felur í sér að hver nemandi á mið- og unglingastigi hefur spjaldtölvu til afnota í skólanum og fá nemendur með hreyfihömlun og aðrar sérþarfir einnig aðgang að slíkum tækjum. Náms- og starfsráðgjafar hafa sjaldan hlutverki að gegna í teymisvinnu vegna nemenda með hreyfihömlun en það er misjafnt á milli sveitarfélaga. Þá telja þeir sig hafa takmarkaða þekkingu á lagaumhverfi um réttindi fólks með fötlun. Nemendur með hreyfihamlanir fá sömu þjónustu og aðrir nemendur hjá náms- og starfsráðgjöfum. Með hröðum tækniframförum og aukinni þekkingu væri hægt að auka hæfni náms- og starfsráðgjafa til aðlögunar á starfsaðferðum, þannig að með aukinni þekkingu á stafrænni ráðgjöf opnast möguleikar á að standa betur að náms- og starfsráðgjöf fyrir nemendur með hreyfihömlun. Aukin fræðsla um málefni fatlaðra gæti einnig eflt náms- og starfsráðgjafa í störfum sínum við að mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research is to explore the applicability of utilizing digital educational and vocational counselling for students with mobility issues within the compulsory school system in Iceland. Interviews were conducted with six guidance counsellors who had working experience in compulsory schools and were further interested in either using digital research methods or working with students with mobility issues. The results indicate that digital counselling is infrequently used by guidance counsellors. Furthermore, it is not used for students with mobility issues due to new data protection regulations as well as lack of secure software to protect this data on social media platforms. A so-called tablet-oriented policy has been implemented in few municipalities and involves the ideology of each student in middle and highest level of the school conducting the majority of his or her studies on a tablet. Students with mobility issues, and other special needs, also get access to these tablets. Guidance counsellors rarely work in teams due to students with mobility issues therefore, this varies between municipalities. Furthermore, due to this reported lack of teamwork, they believed their knowledge of the legal frameworks, surrounding the rights of persons with disabilities, to be limited. Other results indicate that students with mobility issues receive the same assistance as other students concerning guidance and services of guidance counsellors. With rapid development and technological progress in recent years, the proficiency and skills of guidance counsellors could be enhanced with students with disabilities. Here, alongside more educational opportunities regarding the rights of persons with disability, digital counselling could be of key importance in improving and empowering guidance counsellors in meeting the support needs of each student using their services.

Samþykkt: 
  • 14.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stafraenradgjofannakristinfinalprent.pdf858.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemmanyfirlysingfinal.JPG49.14 kBLokaðurYfirlýsingJPG