is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3487

Titill: 
  • Gjörhygli og hugræn færni: Samanburður á þátttakendum með og án reynslu af hugleiðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru tengsl hugleiðsluiðkunar við hugræna færni og andlega líðan könnuð. Einnig var samband hugleiðsluiðkunar og gjörhygli rannsakað. Taugasálfræðileg próf voru notuð til að meta hugræna færni, en gjörhygli og andleg líðan var metin með sjálfsmatsspurningalistum. Þátttakendur voru 36 manns og höfðu 18 þeirra (hugleiðsluhópur) reynslu af hugleiðsluiðkun en 18 þeirra (samanburðarhópur) enga slíka reynslu. Í ljós kom að hugleiðsluiðkendur stóðu sig betur en samanburðarhópur á prófi sem mælir getu vinnsluminnis. Niðurstöður spurningalista sýndu að hugleiðsluiðkendur höfðu minni kvíða og meiri gjörhygli heldur en þátttakendur í samanburðarhópi. Hugleiðendur skoruðu einnig hærra á spurningalista sem mælir athyglistjórn en lægra á lista sem metur tilhneigingu til forðunar. Ekki kom fram marktæk fylgni milli frammistöðu á taugasálfræðilegum prófum og skora á spurningalistum í rannsókninni. Niðurstöður gefa til kynna að hugleiðsluiðkun geti mögulega aukið gjörhygli fólks, dregið úr kvíða og bætt hugræna færni (vinnsluminni). Frekari rannsókna er þó þörf, meðal annars í stærra úrtaki og með fjölbreyttari mælingum á hugrænni færni og andlegri líðan.

Samþykkt: 
  • 31.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurlaug_Lilja_Jonasdottir_fixed.pdf561.86 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Sigurlaug_Jonasdottir_Forsida_efnisyfirlit_fixed.pdf35.88 kBOpinnForsíða, efnisyfirlitPDFSkoða/Opna