Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34877
Markmið þessa rannsóknarverkefnis var að kanna hvort mögulegt væri að styrkja timburþversnið. Aðferðin fól í sér að innlíma basaltstöng upp undir timburbita, samanburður var síðan gerður á bitanum og hefðbundnu timbri. Samanburður var gerður milli þversniða með tilliti til styrks, stífni og þeirrar vinnu sem þyrfti til þess að brjóta bitana.
Niðurstöður tilraunar gáfu til kynna að með því að styrkja timbrið mátti auka brotvægi bitans um 39% og stífni um 13%. Vinnan sem þurfti til þess að brjóta bitana jókst einnig ef horft er til styrktu bitanna, sú aukning var 323%. Ákveðið öryggi felst í því að styrkja timbrið en miðað við þá styrktaraukningu sem fékkst er hægt að ímynda sér þessa aðferð til þess að styrkja gömul timburhús sem dæmi þar sem hönnunarforsendur eru úreltar. Þar með er bæði verið að endurnýta náttúrulegar auðlindir og auka á sama tíma öryggi fólks og líftíma gamalla húsa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Styrking timburs með notkun basaltstanga 29.11.2019 - Rafræn útgáfa.pdf | 13,43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |