is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34895

Titill: 
  • Lög 87/1996 um staðfesta samvist: Greining á orðræðu í kringum lagasetninguna um staðfesta samvist.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um lög um staðfesta samvist nr. 87/1996 og þá orðræðu í kringum þau lög. Skoðuð verður forsaga réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi í því samhengi. Lagalegt umhverfi samkynhneigðra í nágrannalöndum Íslands verður einnig kannað og þá hvaða skref höfðu verið tekin í málefnum samkynhneigðra þar. Hjónaband var skilgreint í lögum á Íslandi sem eingöngu milli karls og konu og því voru samkynhneigðir útilokaðir frá þeim réttindum sem fylgdu því að vera í opinberlega skráðri sambúð. Þetta hafði mikil áhrif á samfélag samkynhneigðra þegar alnæmisfaraldurinn stóð sem hæst en makar höfðu nánast engin réttindi til að óska upplýsinga um heilsufar eða erfa maka. Yfirferð þessarar ritgerðar staðnæmist árið 1996 en þá voru samþykkt lög 87/1996 um staðfesta samvist fólks af sama kyni. Kannaðar verða þær kenningar og hugtök sem þykja henta í greiningu sem þessari á opinberri umræðu. Einnig verður skoðað hvort það sé hægt að merkja teljanlega breytingu á viðhorfi almennings gangvart samkynhneigðum í íslensku samfélagi þess tíma.

Samþykkt: 
  • 20.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð með forsíðu.pdf556,03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg195,83 kBLokaðurYfirlýsingJPG