is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34896

Titill: 
  • Tengsl starfsáhuga og persónuleika við námsferil íslenskra ungmenna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl starfsáhuga (e. vocational interest) og persónuleika við farsælan námsferil íslenskra ungmenna. Þátttakendur voru 485 talsins; 228 konur (47%) og 257 karlar (53%). Starfsáhugi þeirra og persónuleiki voru kannaðir við 15–16 ára aldur og upplýsingar um námsferil fengnar við 26–27 ára aldur. Námsferill var kannaður frá tveimur sjónarhornum. Í fyrsta lagi í tengslum við framhaldsskólagöngu, þ.e. hvort nemendur útskrifuðust á tilsettum tíma (≤ 4 árum) og hvort þeir luku námi af bók- eða starfsnámsbraut. Í öðru lagi í tengslum við lengd námsferils ungmenna frá lokum grunnskóla til 27 ára aldurs og hvaða prófgráðu þau höfðu lokið á þeim tíma, þ.e. (1) eingöngu grunnskólaprófi, (2) starfs- og listnámi, (3) eingöngu bóklegu stúdentsprófi eða (4) háskólanámi. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar hlutfalla (e. logistic regression) sýndu að starfsáhugi og persónuleiki spá umfram námsárangur fyrir um hvort ungmenni ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Starfsáhugi spáir fyrir um hvort ungmenni útskrifist af bók- eða starfsnámsbraut úr framhaldsskóla óháð námsárangri en persónuleiki virðist ekki segja til um það. Niðurstöður fjölbreytuaðhvarfsgreiningar (e. multiple regression analysis) leiddu í ljós að starfsáhugi og persónuleiki spá fyrir um lengd námsferils frá lokum grunnskóla til 27 ára aldurs að teknu tilliti til námsárangurs. Niðurstöður sundurgreinandi aðferðar (e. discriminant analysis) sýndu að starfsáhugi og persónuleiki sögðu betur til um hvaða meginleið ungmennin fóru í gegnum íslenskt skólakerfi en ef tilviljun ein hefði ráðið. Á þessu má sjá að starfsáhugi og persónuleiki hafa áhrif á hvernig náms- og starfsferill þróast og því skiptir miklu máli að náms- og starfsráðgjafar auki þekkingu sína og skilning á þessum þáttum, sérstaklega persónuleika sem lítið hefur verið notaður í ráðgjöf hér á landi. Það leiðir til markvissari og árangursríkari ráðgjafar til einstaklinga sem eru að feta sín fyrstu spor á náms- og starfsferlinum.

Samþykkt: 
  • 20.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl starfsáhuga og persónuleika við námsferil íslenskra ungmenna_GIT.pdf771.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - Skemman.pdf221.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF