is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34898

Titill: 
 • Náms- og starfsfræðsla á yngri stigum grunnskólans: Markviss fræðsla frá upphafi skólagöngu skilar árangri
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á vægi náms- og starfsfræðslu á yngsta stigi og miðstigi í nokkrum grunnskólum, hverjir sinni fræðslunni og skoða hvað verið væri að gera í grunnskólum í náms- og starfsfræðslu. Einnig var kannað hvaða ávinning kennarar telja vera af því að sinna náms- og starfsfræðslu frá upphafi skólagöngu og hvernig þeir sjá fyrir sér af hafa hana hjá yngri nemendum.
  Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Sú aðferð gefur fólki kost á að miðla vel reynslu sinni og upplifun. Rannsóknin byggir á viðtölum við fólk sem hefur reynslu af náms- og starfsfræðslu á yngsta stigi og miðstigi grunnskólans. Rætt var við fjóra kennara og fjóra náms- og starfsráðgjafa.
  Niðurstöður sýna að náms- og starfsfræðslu er ekki mikið sinnt í skólum viðmælenda en þó að einhverju leyti. Viðmælendur voru sammála um að auka þyrfti vægi hennar, móta þyrfti heildstæða áætlun og betur þyrfti að búa að henni í aðalnámskrá grunnskóla. Einnig kom glöggt fram að ávinningurinn væri mikill og skilaði sér í vel upplýstum, forvitnum og meðvitaðri nemendum, sérstaklega þegar kæmi að frekara námi.
  Vonandi varpa niðurstöður þessarar rannsóknar einhverju ljósi á hvernig náms- og starfsfræðslu er háttað á yngri stigum grunnskólans. Heildstæð áætlun í náms- og starfsfræðslu frá upphafi skólagöngu myndi að líkindum skila góðum árangri og betur undirbúnum nemendum til að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um frekari nám og störf og þessar niðurstöður gætu vel nýst við þá vinnu.

Samþykkt: 
 • 20.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Náms- og starfsfræðsla á yngri stigum grunnskólans AHK.pdf522.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokverkefniskemmayfirlýsing AHK.pdf286.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF