is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34912

Titill: 
 • Greining mælinga á notkun og notendaupplifun á íslenskum vefjum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Í þessari rannsókn munu rannsakendur greina mælingar á notkun og notendaupplifun á Íslenskum vefjum. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvort íslensk fyrirtæki og stofnanir séu að safna gögnum um notendur og notkun síns vefs og þá hvernig þessi gögn komi til með að nýtast þeim. Skoðað verður hvort munur sé á fyrirtækjum og stofnunum hvað varðar mælingar á notendaupplifun og hvort að aldur og stærð þeirra hafi áhrif. Einnig verður farið yfir viðhorf fólks innan hugbúnaðariðnaðarins á GDPR og hvaða áhrif reglugerðin hefur haft á íslenska vefi og þeirra notendur.
  Aðferðir: Niðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á viðtölum og spurningalistakönnun. Í byrjun rannsóknar voru tekin fjögur viðtöl við fólk innan hugbúnaðariðnaðarins. Markmið viðtalanna var að fá innsýn í viðfangsefnið og fá aðstoð við gerð spurningalistakannanar, sem síðan var send með tölvupósti á fyrirtæki og stofnanir. Í lokin voru tvö viðtöl tekin til viðbótar til þess að aðstoða rannsakendur við túlkun á niðurstöðum rannsóknarinnar. Viðtölin voru því í heildina sex talsins og voru þau hálf-opin (e. semi-structured) og gögnin greind með þemagreiningu.
  Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flest fyrirtæki og stofnanir safna gögnum um notkun síns vefs og rúmlega helmingur þeirra safna gögnum um notendur hans. Aðeins helmingur þátttakenda spurningalistakannanarinnar segjast mæla notendaupplifun. Niðurstöður greina frá því að stofnanir mæla notendaupplifun hlutfallslega oftar en fyrirtæki og að stærð þeirra og aldur skiptir einnig máli. Stór fyrirtæki eru líklegri en ella til þess að mæla notendaupplifun sem og vefir sem hafa verið starfræktir í minna en eitt ár.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: In this study, researchers will analyze usage and user experience on Icelandic websites. The goal is to find out if companies and institutions are collecting data from their users and their usage on the site and how they are exploiting them. Researchers will look for differences between companies and institutions and their emphasis on user experience as well as their size and website age. People’s attitudes towards GDPR within the software industry will also be discussed and the impact the regulation has had on Icelandic websites and their users.
  Method: This study is based on interviews and a questionnaire. Researchers took four interviews with people within the software industry to get insight on the subject and to help them construct a questionnaire which would then be sent to companies and institutions. Towards the end, researchers took two more interviews which were used to help analyse the results. The interviews were semi-structured and thematically analysed.
  Results: The results of the study show that most companies and institutions collect data on their website on its usage and more than half of them collect data about their users. Only half of the questionnaire’s participants said that they did that in order to improve user experience. Results also show that institutions are more likely to measure user experience on their website than companies and that their size and the website’s age have a say. Big companies or institutions that have over 250 employees are more likely to measure user experience as well as newer websites, particularly ones that have been up for less than one year.

Samþykkt: 
 • 21.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2-Rannsoknarskyrsla_Helga_Hilmarsdottir_Kara_Lif_Ingibergsdottir.pdf962.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2-Vinnuskyrsla_Helga_Hilmarsdottir_Kara_Lif_Ingibergsdottir.pdf1.75 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna