is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34932

Titill: 
  • ,,Manni líður ekkert eins og manneskju þegar þetta er að gerast‘‘: Skaðleg áhrif lögreglu í leit að neysluskömmtum ólöglegra vímuefna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðustu áratugi hefur bannstefna verið í gildi við sumum vímuefnum og oft talað um stríðið gegn fíkniefnum. Þessi ritgerð fjallar um þær afleiðingar sem einstaklingar geta orðið fyrir þegar lögregla leitar að neysluskömmtum þessara vímuefna. Í ritgerðinni er fjallað um kenningar fræðimanna sem snúa að þroska og líðan einstaklinga. Auk þess verður gerð grein fyrir fordómum gagnvart einstaklingum sem nota eða eru grunaðir um notkun ólöglegra vímuefna. Þá verður fjallað um hvert hlutverk lögreglu í samfélaginu er, hver áhrif hennar eru innan þess og hvaða aðferðir lögregla notar við að finna neysluskammta ólöglegra vímuefna. Einnig verður gerð grein fyrir niðurstöðum viðtala við tvo einstaklinga, karl og konu um tvítugt, sem urðu fyrir aðgerðum lögreglu fyrir nokkrum árum. Viðtölin voru tekin í þeim tilgangi að varpa ljósi á upplifun þeirra og reynslu af aðgerðum lögreglu og afleiðingum þeirra. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hafa aðferðir lögreglu í leit af neysluskömmtum ólöglegra vímuefna skaðleg áhrif á einstaklinga sem verða fyrir þeim?
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós mikilvægi þess að ungt fólk geti búið við traust og öryggi sem hefur jákvæð áhrif á þroska þeirra og lífsskilyrði. Þá sýna niðurstöður að afleiðingar þess að ungmenni verði fyrir aðgerðum lögreglu sem ganga út á leit að vímuefnum geta haft neikvæðar afleiðingar á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Einnig sýna niðurstöður að bein tengsl eru á milli mannréttindabrota og refsistefnu stjórnvalda í málefnum ólöglegra vímuefna, þar sem hún býr til og ýtir undir fordóma og jaðarsetningu einstaklinga sem nota eða eru grunaðir um að nota ólögleg vímuefni. Út frá niðurstöðunum má draga þá ályktun að mikilvægt sé að breytingar verði gerðar á löggjöf í málaflokknum til að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar.

Samþykkt: 
  • 22.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.pdf579 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing BA.pdf16.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF