is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34936

Titill: 
  • „Það var einhver ástæða fyrir því að mér gekk illa að læra“: Upplifun og reynsla kvenna á því að greinast með Ad(h)d á fullorðinsaldri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að fá innsýn í reynslu og upplifun kvenna sem greinst hafa með Ad(h)d á því að hafa verið í námi, fyrir og eftir greiningu. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort að þær telji röskunina hafa haft áhrif á námsárangur þeirra og trú þeirra á eigin námsgetu. Einnig er kannað hvaða námstækni þátttakendur hafa nýtt sér, hvort þær hafi nýtt sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa og ef svo er, hver upplifun þeirra af því sé. Tekin voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við sex konur á aldrinum 25-32 ára. Niðurstöður sýna að eftir að hafa fengið greiningu á Ad(h)d hefur námsárangur þeirra aukist sem og trú þeirra á eigin getu, en allir þáttakendur nema einn taka lyf við Ad(h)d og eigna lyfjanotkun þátt í árangri sínum. Niðurstöðurnar sýna einnig að þátttakendur hafa átt erfitt með að tileinka sér námstækni en algengt er að þeir handskrifi glósur, nýti liti við glósugerð og hlusti aftur á fyrirlestra þegar þeir undirbúi sig fyrir próf. Fimm þátttakendur hafa nýtt sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa á námsferlinum en allir nema einn eru ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu. Vonast er til að rannsóknin sýni fram á mikilvægi þess að fagaðilar innan skólakerfisins fái fræðslu um Ad(h)d og hvernig það birtist meðal stúlkna svo þær fái greiningu, aðstoð og úrræði fyrr á lífsleiðinni.

Samþykkt: 
  • 23.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemma.jpeg187.12 kBLokaðurYfirlýsingJPG
erna_lokaeintak.docx.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna