is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34942

Titill: 
 • "Mér fannst aldrei talað um iðnnám af neinu viti í grunnskólanum": Upplifun og reynsla pípulagninganema og pípulagningamanna af námi og starfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar rannsóknar sem hér er fjallað um var annars vegar að fá innsýn inn í upplifun og reynslu pípulagninganema og pípulagningamanna af námi og starfi og hins vegar að kanna viðhorf samfélagsins til pípulagninganáms og pípulagningastarfs.
  Rannsóknin var eigindleg og byggðist á viðtölum við sjö einstaklinga. Rannsakandi tók viðtöl við fjóra pípulagninganema og þrjá pípulagningamenn. Jafnframt var viðtal tekið við sérfræðing um iðn- og starfsnám.
  Viðmælendurnir voru meðal annars spurðir um upplifun sína varðandi viðhorf annarra til náms þeirra og starfs, ásamt því að vera spurðir út í ástæður fyrir vali sínu á námi og starfi. Jafnframt var upplifun þeirra af náminu sjálfu og framkvæmd þess könnuð og reynsla þeirra af skólakerfinu, megináherslum þess og af náms- og starfsráðgjöf.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að áhersla skólakerfisins sé lítil á annað en bóknám og er því ástæða nemenda fyrir vali á skóla oftar en ekki háð viðhorfum þeirra til iðnnáms fremur en til að mynda áhuga á því námi sem fyrir valinu verður. Náms- og starfsfræðsla er lítil og ómarkviss að þeirra mati og í tilfellum allra viðmælendanna var það tilviljunum háð að þeir fóru í pípulagninganám og pípulagningastarf. Viðmælendurnir höfðu allir ákveðnar skoðanir á því hvað mætti betur fara varðandi framkvæmd sjálfs námsins og helsta brotalömin þar álitu þeir að væri samskiptaleysi.
  Viðmælendurnir upplifðu oft neikvæð viðhorf ýmissa samfélagsþegna til námsins og starfsins og voru sammála um að ástæðan væri fáfræði fólks um eðli námsins og starfs pípulagningamanna. Þeir voru sammála um að aukin fræðsla sem hæfist fyrr í skólakerfinu gæti breytt þessum viðhorfum.

Samþykkt: 
 • 28.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34942


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Image-1..pdf2.27 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Frida.27.jan!!!!!!!!!bbb1111.pdf675.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna