is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34947

Titill: 
  • Ferðaþjónusta til framtíðar: Nýting umhverfisvottana til eflingar ábyrgrar neyslu og framleiðslu í ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megininntak 12. heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna er ábyrg neysla og framleiðsla. Í baráttu sinni fyrir sjálfbærari heimi hafa Sameinuðu þjóðirnar lengi lagt áherslu á nauðsyn þess að efla ábyrgð þegar kemur að bæði neyslu og framleiðslu. Þrátt fyrir þessa áherslu hefur neyslu- og framleiðslumynstur manna undanfarana áratugi verið að færast í átt að aukinni neyslu og framleiðslu. Alþjóðaferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur því útnefnt 12. heimsmarkmiðið um ábyrga neyslu og framleiðslu, sem eitt af þremur mikilvægust markmiðum til að efla sjálfbæra ferðaþjónustu. Þar sem ferðaþjónustan á Íslandi byggir tilveru sína á þeim náttúruauðlindum sem landið býr yfir er mikilvægt að ferðaþjónustan tileinki sér þær áherslur sem settar eru fram í 12. heimsmarkmiðinu til að skapa bjarta framtíð fyrir atvinnugreinina. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að meta stöðu umhverfisvottunar í íslenskri ferðaþjónustu með tilliti til 12. heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna, um ábyrga neyslu og framleiðslu. Enn fremur að kanna hvernig unnt er að efla umhverfisvitund innan atvinnugreinarinnar. Viðtöl voru tekin við alls átta aðila, fjóra sérfræðinga á sviði ferðaþjónustunnar og fjóra forsvarsaðila vottaðra ferðaþjónustufyrirtækja. Niðurstöður sýna að staða umhverfisvottana í íslenskri ferðaþjónustu er ekki mjög sterk, einkum vegna ýmissa hindrana og skorts á hvata til að taka upp vottun. Niðurstöður sýna enn fremur að tenging er á milli umhverfisvottana og 12. heimsmarkmiðsins. Stjórnvöld hafa þannig tækifæri núna til að efla umhverfisvitund innan ferðaþjónustunnar með því að hvetja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki til aukinnar ábyrgðar í umhverfismálum.

  • Útdráttur er á ensku

    The burden of the United Nations (UN) 12th Sustainable Development Goal (SDG) is responsible consumption and production. In its fight for a more sustainable world, the UN has long emphasized the need to increase responsibility when it comes to consumption and production. Despite that, people’s consumption and production patterns have been increasing in the last decades, shifting towards increased consumption and production. For that reason, the World Tourism Organization has designated the 12th SDG, Responsible consumption and production, as one of three most important goals to increase sustainability in tourism. As tourism in Iceland is based on the country’s natural resources, it is important that the tourism industry adopts the priorities proclaimed in the 12th SDG to create a brighter future for the industry. The main objective of this thesis is to assess the status of environmental certifications in Icelandic tourism in relation to the UN 12th SDG. Furthermore, how to increase environmental awareness within the industry will be explored. A total of eight participants were interviewed, four specialists in tourism related matters, and four representatives for environmentally certified companies. The conclusions show that the status of environmental certifications in Icelandic tourism is not strong enough, especially because of various obstacles and lack of incentives to adopt a certification. The conclusions show furthermore that there is a connection between environmental certifications and the 12th SDG. The government thus has the opportunity to promote environmental awareness within the tourism industry by encouraging Icelandic tourism companies to increase environmental responsibility.

Samþykkt: 
  • 29.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferðaþjónusta til framtíðar.pdf834.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf58.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF