is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34959

Titill: 
  • Forhönnun á áframeldisstöð fyrir Sæbýli ehf.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni miðar að því að búa til forhönnun á áframeldisstöð fyrir ræktun sæeyrna hjá Sæbýli ehf. með það markmið að minnka rekstrarkostnað. Áframeldisstöðin inniheldur þétt fiskeldi í kerum, notar kerfi með endurnýtanlegu rennsli og þarf að geta framleitt 200 tonn af sæeyrum á ári. Til að einfalda hönnunarferlið voru notaðar kerfisbundnar aðferðir sem byggja á SLP aðferðinni. Byrjað var á því að setja upp ramma verkefnisins þar sem tilgangur, markmið og skorður verkefnisins eru skráð. Til þess að fá góða þekkingu á ferlum, búnaði, vöruflæðinu og samskiptum milli starfsmanna var heildarferlið kortlagt og notast var við BPMN staðalinn. Til þess að geta spáð fyrir um starfsmannaþörf í nýrri aðstöðu var tímarannsókn gerð á vinnu við áframeldisferlið. Aðstöðunni var svo skipt upp í einingar byggt á upplýsingum frá ferlinu og núverandi aðstöðu. Til að finna góða staðsetningu fyrir hverja einingu var tengslatafla búin til og tengslamynd teiknuð. Plássþörf eininga var svo bætt inn á myndina til þess að búa til svæðistengslamynd sem var notuð til þess að búa til nokkrar forhannanir. Forhannanirnar voru síðan metnar út frá massaflæði, plássþörf og nálægni mati og forhönnunin með hæstu einkunnina var að lokum valin. Afurð verkefnisins er forhönnun á betrumbættri áframeldisstöð fyrir Sæbýlis ehf. sem hægt er að styðjast við í fullnaðarhönnun á nýrri áframeldisstöð fyrir sæeyru.

  • Útdráttur er á ensku

    This research aims to create a pre-architectural design for a new grow-out rearing facility of abalone for Sæbýli ehf. with the goal of reducing operational costs. The grow-out facility contains an intensive aquaculture in tanks, using a recirculating system and needs to be able to produce 200 tons of abalones each year. To simplify the facilities layout design process, systematic manual techniques based on systematic layout planning were used. Starting with defining the problem by setting the purpose, the goal, and the scope of the project. To get a good knowledge of the processes, the machines, the flow of the product and the communications between employees, the process was drawn using the BPMN standard. To be able to project the employee count for the new facility a time study was done of the grow-out process. The facility was then divided up based on information from the processes and the present facility. To find a good location for each division a relationship chart was created, and an activity relationship diagram drawn. The space requirements of each division were added to the diagram creating a space relationship diagram which was used to create several block layouts. The block layouts were then evaluated with regards to their material flow, space requirements and adjacency score and the block layout with the highest score was selected. The result is an improved pre-architectural design for a new grow-out rearing facility for Sæbýli ehf. which can be used to create a final design of a grow-out rearing facility for abalones.

Styrktaraðili: 
  • Rannís
Samþykkt: 
  • 31.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Sindri-Lokaskil.pdf2.38 MBLokaður til...31.12.2031HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf224.98 kBTakmarkaðurPDF