en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3496

Title: 
  • Title is in Icelandic Tíðni áfallastreitueinkenna og sjálfskaðandi hegðunar meðal skjólstæðinga Stígamóta
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Á undanförnum áratugum hefur þekking aukist á því hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisofbeldis geta verið en skortur er samt enn á rannsóknum á kynferðisofbeldi meðal þolenda á Íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni áfallastreitueinkenna og sjálfskaðandi hegðunar meðal þolenda kynferðisofbeldis sem leita aðstoðar hjá Stígamótum og einnig að kanna hvaða ástæður liggja að baki sjálfskaðandi hegðun þolenda. Auk þess var tilgangur rannsóknarinnar að kanna notkun tilfinningamiðaðra bjargráða (tilfinningatjáningar og tilfinningaúrvinnslu) og reynsluforðunar meðal þolenda og tengsl þessara bjargráða við áfallastreitueinkenni og sjálfskaðandi hegðun. Þátttakendur voru 48 þolendur sem leituðu til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis á tímabilinu janúar til apríl 2009. Helstu niðurstöður voru að um 60% þolenda greindu frá áfallastreitueinkennum sem líkleg eru til að skerða lífsgæði þeirra verulega og 65% þolenda greindu frá því að hafa skaðað sig viljandi einhvern tímann á ævinni. Jákvæð tengsl voru milli áfallastreituröskunar og sjálfskaðandi hegðunar. Flestir þolendur greindu frá ítrekaðri sjálfskaðandi hegðun og algengasta ástæða hegðunarinnar var tilfinningastjórn. Eins og búist var við var neikvæð fylgni milli áfallastreitueinkenna og tilfinningamiðaðra bjargráða en jákvæð fylgni var milli áfallastreitueinkenna og reynsluforðunar. Auk þess voru jákvæð tengsl milli sjálfskaðandi hegðunar og reynsluforðunar, en reynsluforðun miðlaði ekki tengslunum á milli áfallastreitueinkenna og sjálfskaðandi hegðunar. Aftur á móti sýndu niðurstöður ekki að tengsl væru á milli sjálfskaðandi hegðunar og tilfinningamiðaðra bjargráða.
    Niðurstöður benda til þess að þolendur kynferðisofbeldis sem síður tjá eða vinna með tilfinningar sínar og/eða nota reynsluforðun sem bjargráð til dæmis til að forðast minningar eða hugsanir tengdar kynferðisofbeldinu, séu líklegri til að finna fyrir verulegum áfallastreitueinkennum en þeir sem ekki nota slík bjargráð. Einnig virðast þeir þolendur sem einhvern tímann hafa skaðað sjálfa sig viljandi líklegri en þeir sem ekki hafa gert það til að finna fyrir verulegum áfallastreitueinkennum og nota reynsluforðun til að takast á við óþægileg áreiti.

Accepted: 
  • Jun 2, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3496


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sjofn_Evertsdottir_fixed.pdf1.03 MBOpenHeildartextiPDFView/Open