is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34960

Titill: 
  • Mat á árangri náms- og starfsfræðslu á lokaári í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Náms- og starfsfræðsla hefur verið ofarlega á baugi stefnumótunartillaga um náms- og starfsráðgjöf síðastliðna áratugi. Aftur á móti virðist lítið hafa áunnist í þeim efnum. Markmið þessarar rannsóknar var að meta árangur náms- og starfsfræðslu sem er skyldunámskeið á lokaári í framhaldsskóla. Rannsóknin var megindleg og var rannsóknarsniðið hálftilraunasnið. Spurningalisti var lagður fyrir nemendur fræðsluhóps í byrjun annar og aftur að fræðslu lokinni. Sami spurningalisti var einnig lagður fyrir viðmiðunarhóp úr öðrum framhaldsskóla sem ekki fékk náms- og starfsfræðslu. Þátttakendur voru nemendur sem voru viðstaddir báða dagana sem spurningalistinn var lagður fyrir, í fræðsluhópi voru þátttakendur 77 en 85 í viðmiðunarhópi, meðalaldur var um 18 ár. Spurningar voru hannaðar út frá markmiðum námskeiðsins og voru þátttakendur m.a. beðnir um að meta hæfni og þekkingu sína á ýmsum þáttum er tengjast náms- og starfsvali, jafnframt var mælitækið Könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli lagt fyrir. Niðurstöður voru greindar með blandaðri dreifigreiningu. Niðurstöður gáfu til kynna nokkrar framfarir hjá báðum hópum á tímabilinu en við seinni mælingu komu fram jákvæðar breytingar á flestum þeim þáttum sem mældir voru miðað við fyrri mælingu. Aftur á móti var við seinni mælingu marktækur munur á hópunum á þáttum sem mátu almenna upplýsingaöflun, hæfni til að sækja um nám og störf og þekkingu á réttindum og skyldum á vinnumarkaði, fræðsluhópi í vil. Marktæk aukning var á þættinum Umhugsun milli mælinga hjá fræðsluhópi en samkvæmt Savickas (2013) er þátturinn mikilvægasta vídd aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli. Engin aukning var á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli hjá viðmiðunarhópi og dró marktækt úr þættinum forvitni hjá hópnum. Niðurstöður gefa til kynna að náms- og starfsfræðslan sem metin var sé góður undirbúningur fyrir ákvörðun um nám- og störf að loknum framhaldsskóla og vinnumarkaðinn.

  • Útdráttur er á ensku

    Policies for vocational and educational guidance in the Icelandic school system have all emphasised the importance of systematic career education in elementary and upper secondary schools. Still little has been accomplished and only few schools offer career education as a subject. The aim of the study was to conduct a results evaluation for a 14-weeks career education course taught in an upper secondary school in Iceland. The course is compulsory for students during their last year (3rd year). A quantitative method was used and the study design was quasi-experimental. A comparison group included 3rd year students from a different upper secondary school. The questionnaires were administered to the groups at the beginning of the course and again at the end of the course. The participants were students that were present both days when the questionnaires were administered. There were 77 participants in the education group and 85 in comparison group. The average age was 18 years. Questions were designed based on the objectives of the career education course and were mostly statements asking participants to evaluate their competence and knowledge in different variables related to career choice. The questionnaire also included the Icelandic version of the Career Adaptability Scale. According to the results there was some progress for both groups between measurements, but the education group evaluated their competence higher at almost all variables measured and scored significantly higher than the comparison group on the variables General gathering of information about different studies and work, Labour market rights and duties and Competence in applying for Universities or work. Furthermore, there was a significant increase in Concern for the education group whereas there was no increase for the comparison group. Concern is the most important dimension of career adaptability according to Savickas (2013). Conversely there was a significant decrease in curiosity for the comparison group. The results imply that the career education programme is a good preparation for future career decision making and job market.

Samþykkt: 
  • 31.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf232.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA_Áslaug Pálsdóttir_19. maí.docx.pdf1.7 MBLokaður til...31.01.2040HeildartextiPDF