is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34963

Titill: 
  • „Höfnin er í rauninni bara dyr...“: Rannsókn á áhrifum ferðaþjónustu tengdri skemmtiferðaskipum á Reykjanesbæ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áfangastaðurinn Reykjanesbær hefur mikið upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Í
    áfangastaðaáætlun Reykjaness kemur fram að hafnir svæðisins séu góðar en hafi hingað til takmarkað verið nýttar í ferðaþjónustu. Hafnarstjóri Reykjanesbæjar skrifaði undir samning við samtökin Cruise Iceland árið 2018, en með samningnum er Reykjanesbær að horfa á móttöku minni farþegaskipa sem gæti jafnframt orðið að nýrri stoð í ferðamennsku á Suðurnesjum. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt er að kanna hvernig ferðaþjónusta tengd skemmtiferðaskipum gæti haft áhrif á almenna ferðaþjónustu í Reykjanesbæ. Til þess að komast að þessu var framkvæmd eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fimm aðila sem starfa á sviði tengdu ferðaþjónustu í Reykjanesbæ. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að gistinætur skiptifarþega myndu skila mestum hagrænum áhrifum þar sem nærsamfélagið myndi njóta góðs af. Þá yrðu umhverfisáhrif leiðangursskipanna sem Keflavíkurhöfn er að horfa til minni en áhrif stóru skipanna hvað varðar útblástur og mengun. Þá yrðu engin núningsáhrif á samfélagið því að höfnin myndi vinna með umhverfinu og samfélaginu. Að lokum kom fram að móttaka skemmtiferðaskipa er talin efla og styrkja ferðaþjónustuna á svæðinu frekar.

  • Útdráttur er á ensku

    Reykjanesbær has a lot to offer tourists. The Reykjanes Destination plan points out that the ports in the area are good but their use in tourism is limited. In 2018 the port director of Reykjanesbær signed a contract with the organization Cruise Iceland, and with that contract they are looking to welcome smaller passenger ships which could also become a new pillar of the Suðurnes region. The aim of this study is to explore how cruise tourism could affect the general tourism in Reykjanesbær, what effect would cruise ships have if the port of Keflavik would begin to welcome these ships and its passengers. A qualitative research method was conducted where five persons working in a field related to tourism were interviewed. The results indicated that overnight stays of the exchange of either passengers or crew would have the most economical impact of which the local community would benefit, the environmental impact of the expedition ships which the port of Keflavík is looking to welcome would be less than of the larger cruise ships in terms of emission and pollution. There would be no frictional effect on the community because the port would work together with the environment and the community. In addition, the reception of cruise ships would reinforce and strengthen tourism even further.

Samþykkt: 
  • 3.2.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thelma Rós Hermannsdóttir- BS.pdf793 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing lokaverkefnis.pdf235.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF