Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3497
Rannsóknir hafa verið gerðar á föngum með persónuleikaraskanir og athyglisbrest með ofvirkni í tengslum við afbrot þeirra. Þær hafa verið gerðar frá ýmsum sjónarhornum og víðsvegar um heiminn. Komið hefur í ljós að persónuleikaraskanir eru algengar meðal fanga og að sumar tegundir persónuleikaraskana tengjast ákveðnum tegundum afbrota öðrum fremur. Þá tengjast persónuleikaraskanir meiri líkum á ofbeldi og ýgi. Talið er að algengustu persónuleikaraskanirnar hjá föngum séu andfélagsleg persónuleikaröskun og jaðar persónuleikaröskun. Rannsóknir á athyglisbresti með ofvirkni hjá föngum hafa sýnt að það er fylgni á milli ADHD og afbrota. Talið er að um helmingur fanga sé með ADHD og einnig hefur komið í ljós að þeir sem eru með ADHD og fá ekki meðhöndlun séu ef til vill í meiri hættu fyrir síbrotahegðun heldur en aðrir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristin_Erla_Olafsdottir_fixed.pdf | 256.28 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |