is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34973

Titill: 
  • Skilvirkni markaða: Íslenski hlutabréfamarkaðurinn og tillögur að úrbótum á fjármagnsmörkuðum hér á landi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skilvirkir fjármagnsmarkaðir gegna lykilhlutverki í að stuðla að heilbrigðu efnahagslífi. Markmiðið með þessari ritgerð er að varpa ljósi á kenninguna um skilvirkni markaða, kosti hennar og gagnrýni og fjalla um hana í samhengi við hlutabréfamarkaðinn hér á landi. Í lok ritgerðar verður síðan velt upp hugmyndum að úrbótum fyrir fjármagnsmarkaðina hér á landi. Kenningin um skilvirkni markaða var fyrst sett fram á sjöunda áratug síðustu aldar af nóbelsverðlaunahafanum Eugene Fama en samkvæmt kenningunni er ómögulegt fyrir fjárfesti að vinna markaðinn, eða með öðrum orðum að fá umfram ávöxtun á eign sína því að allar upplýsingar sem mögulega gætu hreyft við verðinu á mörkuðum koma fram á sama tíma. Það er því engin leið að spá fyrir um þróun hlutabréfaverðs til skamms tíma þar sem nýjar upplýsingar geta komið upp sem hafa áhrif á verðið ýmist til hækkunar eða lækkunar. Þegar prófað er fyrir hvort skilvirkni sé til staðar á mörkuðum eru ýmsar leiðir færar og í ritgerðinni er nánar gert grein fyrir þeim helstu. Þá er einnig stiklað á stóru yfir helstu kenningar í atferlishagfræði en skilningur á þeirri fræðigrein er undirstaðan að því að skilja verðhreyfingar á mörkuðum. Það er einkennandi fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn hvað viðskiptin eru strjál og viðskipti með hlutabréf fyrir tiltölulega litlar fjárhæðir geta hreyft mikið við verðinu á mörkuðum. Sökum þessa geta hefðbundnar verðmatsaðferðir sem notaðar eru oft gefið ýkta mynd af stöðunni. Þar að auki er lítil virkni og seljanleiki á íslenska hlutabréfamarkaðnum en ýmislegt er hægt að gera til að stuðla að betri og heilbrigðari fjármagnsmörkuðum hér á landi. Dæmi um slíkar aðgerðir eru til dæmis að rýmka löggjöf um skortsölu en það myndi jafna sveiflur og bæta verðmyndun og seljanleika. Að koma á laggirnar skipulegum afleiðumarkaði hér á landi myndi einnig að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á fjármagnsmarkaðina hérlendis. Útlendingar sem fjárfesta hér á landi botna yfirleitt lítið í því hvers vegna slíkur markaður er ekki til staðar hér. Vöntun á téðum markaði veldur því meðal annars að upplýsingar um valrétti (kaup- og sölurétti) eru ekki samfelldar og ekki er hægt að eiga viðskipti með afleiður á eftirmarkaði (e. secondary market). Þegar skipulagður afleiðumarkaður er ekki til staðar þá er möguleikanum á viðskiptum með flökt kippt úr sambandi. Þá er auk þess mikilvægt að stuðla að fjölbreyttari fjárfestaflóru hér á landi með því að hvetja almenning til að fjárfesta með ýmsum aðgerðum.

Samþykkt: 
  • 11.2.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magdalena A. Torfadóttir.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anonym1728_2020-02-11_09-12-37.pdf273.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF