is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34976

Titill: 
 • "Þetta er afleiðing af einhverju öðru" : reynsla karlmanna sem hafa verið í fíkniefnaneyslu af áföllum í æsku
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur rannsóknar: Ofneysla fíkniefna er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem getur haft óafturkræfar afleiðingar. Áföll í æsku geta ýtt undir fíknihegðun seinna á ævinni og eru efni notuð sem bjargráð frá vanlíðan. Karlmenn eru síður líklegri til að segja frá áföllum og leita sér hjálpar vegna þeirra en konur.
  Tilgangur rannsóknar var að skoða reynslu karlmanna sem hafa verið í fíkniefnaneyslu af áföllum í æsku með það að markmiði að auka þekkingu og dýpka skilning á fyrirbærinu.
  Rannsóknaraðferðin var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru sjö karlmenn sem höfðu allir misnotað fíkniefni á einhverjum tímapunkti og orðið fyrir áföllum í æsku. Tekin voru tvö viðtöl við hvern þátttakanda, samtals 14 viðtöl.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakendur upplifðu fíkniefnaneyslu sína sem afleiðingu af áföllunum sem þeir urðu fyrir í æsku. Allir upplifðu vanlíðan sökum áfallanna og notuðu fíkniefnin sem bjargráð. Hjá sumum var félagsskapur partur af neyslunni en öðrum ekki. Þátttakendur voru að mestu ósáttir við hvernig meðferðarúrræðum er háttað hér á landi, biðlistar langir og of mikið um trúmál. Niðurstöðum var skipt í fimm meginþemu: 1) “Ég slökkti á mér tilfinningalega“ 2) „Við erum að reyna að deyfa sársaukann með þessum efnum“ 3) „Stórir strákar fara ekki að grenja“ 4) „Það verður kannski ekkert sama hugsunin á morgun“ 5) „Maður er bara ekkert orðinn heill“.
  Ályktun: Vöntun er á skilningi meðal fagfólks og í samfélaginu um að stundum sé um að ræða undirliggjandi orsök þegar kemur að fíkniefnaneyslu karlmanna, eins og áföll. Svo virðist sem vöntun sé á úrræðum fyrir karlmenn sem lent hafa í áföllum í æsku svo hægt sé að vinna úr afleiðingum þeirra. Einnig er vöntun á markvissri stefnu til að aðstoða þá sem nota fíkniefni við að slá á andlega vanlíðan.
  Lykilorð: Fíkniefnaneysla, áföll í æsku, fyrirbærafræði, bjargráð, meðferðarúrræði.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Drug abuse is a serious public health problem that can have irreversible consequences. Prior research reveals that childhood trauma affects addictive behavior later in life and that the drugs are used as a coping mechanism from distress. Men are less likely to report trauma and seek help than women.
  The purpose of this study was to explore the experience of men who have abused drugs and had experienced childhood trauma, to increase knowledge and deepen the understanding of it.
  The research methodology was the Vancouver school of doing phenomenology. Participants were seven men who had all abused drugs at some point and experienced childhood trauma. Two interviews were conducted with every participant, fourteen total.
  Results: The main finding is that participants experienced overusing drugs as a consequence of the trauma they experienced in childhood. All the men experienced distress due to traumas and used the drugs as a coping mechanism. For some companionship was a part of the drug abuse but not for others. Participants were mostly dissatisfied with treatment resources in this country, waiting lists are long and too much is focused on religion. Five main themes were identified: 1) „I turned myself off emotionally“ 2) „We are trying to numb the pain with these substances“ 3) „Big boys don‘t cry“ 4) „There may not be the same thought tomorrow“ 5) „You‘re just not whole yet“.
  Conclusion: The results indicate that society and health professionals lack understanding that drug abuse is often a consequence of underlying cause, like traumas. It seems as there is a shortage of resources for men who have experienced childhood trauma so they can process it and deal with the consequences. There needs to be a targeted strategy to assist those who abuse drugs as a coping mechanism.
  Keywords: Drug use, childhood trauma, phenomenology, coping mechanism, drug abuse treatment.

Samþykkt: 
 • 25.2.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Th. Meistararitgerð 1.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna