is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34977

Titill: 
 • Upplifun fólks á landsbyggðunum af fræðslu, eftirfylgd og stuðningi við sjálfsumönnun eftir meðferð kransæðasjúkdóms
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Rannsóknir hafa sýnt að fólk í dreifbýli á Íslandi sem býr við takmarkaða heilbrigðisþjónustu metur heilsu sína verri en fólk í þéttbýli. Dánartíðni ásamt tíðni áhættuþátta, útskrifta af sjúkrahúsi og skráðra samskipta við heilsugæslu vegna hjarta- og æðasjúkdóma eru jafnframt hærri meðal íbúa utan höfuðborgarsvæðis, sérstaklega kvenna. Lítið er vitað um hvernig heilbrigðiskerfið uppfyllir þarfir fólks í dreifbýli sem hefur greinst með kransæðasjúkdóm.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að lýsa upplifun fólks á landsbyggðunum af fræðslu, eftirfylgd og stuðningi við sjálfsumönnun eftir meðferð kransæðasjúkdóms og lýsa þeim úrbótum sem þátttakendur töldu mikilvægar.
  Aðferðarfræði: Notuð var eigindleg, lýsandi aðferð með tilgangsúrtaki. Gagnasöfnun fór fram frá september 2018 til júlí 2019. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar 6-12 mánuðum eftir innlögn á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms. Gagnagreining var gerð með kerfisbundinni textaþéttingu.
  Niðurstöður: Þátttakendur voru fjórtán, 8 karlar og 6 konur á aldrinum 52 - 79 ára. Greind voru þrjú meginþemu. Undir þemanu Fræðsla og stuðningur var því lýst að heilbrigðisstarfsfólk veitti fræðslu fyrir útskrift sem gleymdist fljótt. Þeir sem fóru í sérhæfða hjartaendurhæfingu fengu sínar fræðsluþarfir uppfylltar en aðrir fengu litla fræðslu eftir útskrift. Frekari upplýsingar voru gjarnan sóttar á internetið og stuðningur maka þótti mikilvægur. Þemað Þjónusta í heimabyggð lýsir tilviljunarkenndu aðgengi þátttakenda að endurhæfingu í heimabyggð. Aðgengi að fagfólki og örugg þjónusta skiptu þátttakendur miklu máli en þeir leituðu mest til heilsugæslunnar vegna einkenna og síður til að fá aðstoð við lífsstílsbreytingar. Þemað Hugsað um heilsuna fjallar um hvernig þátttakendum gekk að breyta lífsstíl, fylgjast með einkennum sjúkdómsins, og viðhorf þeirra til sjúkdómsins.
  Ályktun: Fræðsla var veitt fyrir útskrift en gleymdist fljótt. Þeir sem fóru í sérhæfða endurhæfingu eftir útskrift fengu sínar fræðsluþarfir uppfylltar þar, en aðrir lýstu nokkrum skorti á fræðslu og stuðningi. Bæta þarf fræðslu, eftirfylgd og stuðning þessa hóps með einstaklingsmiðaðri nálgun.
  Lykilorð: dreifbýli, fyrirbærafræði, kerfisbundin textaþétting, kransæðasjúkdómur, lífsstílsbreytingar, sjálfsumönnun, sjúklingafræðsla

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Research shows that people living in rural Iceland, where limited health services are available, estimate their health poorer than people living in the capital area. There is a higher rate of cardiovascular risk factors among people in rural areas, primary health-care communications, hospital discharge, and death among those individuals, especially women. Little is known about how the health-care system meets the educational needs and follow- up among people in rural areas with coronary heart disease (CHD).
  Aim: To explore the experience of CHD patients in rural areas of follow-up, rehabilitation, patient education, and self-care support and to describe their view of important health care reinforcements.
  Methodology: Qualitative, explorative phenomenology with purpose sample was used. People diagnosed with CHD living outsite the capital area and Akureyri were interviewed from September 2018 to July 2019. Systemic text-condensation was used for analysis.
  Results: Six women and eight men were interviewed six to twelve months after discharge from the hospital. They were aged from 52 to 79 years. The findings were categorized into three main themes. The theme education and support describes how patient-education was poorly remembered after discharge. Those who participated in cardiac rehabilitation had their educational needs fulfilled, but others experienced limited patient-education and support after discharge. The participants searched for further information on the internet, and support from a spouse was important to them. The theme local services describes diverse and random access to rehabilitation. Access to health-care providers and the stability of services were important to the participants. They used general health-care resources for symptom management but less often for lifestyle counselling. The theme taking care of one‘s own health refers to participants‘ resources for lifestyle counselling, how they reacted to symptoms and their attitude towards the disease.
  Conclusion: Patient-education was imparted at hospital but quickly forgotten by participants. The patients` educational needs and support after discharge were fulfilled among participants who attended cardiac rehabilitation. Others described a lack of education and support in their local area. Hence, patient-centered follow-up and education needs to be enhanced in rural Iceland.
  Keywords: Coronary heart disease, phenomenology, life-style changes, rural, self-care, systematic text- condensation.

Styrktaraðili: 
 • Byggðastofnun
  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Vísindasjóður
  Háskólinn á Akureyri Rannsóknarsjóður
Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 29.11.2021.
Samþykkt: 
 • 25.2.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34977


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞBJMA28.11.pdf2.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna