is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3498

Titill: 
  • Allt fyrir friðinn. Framsal Ante Gotovina: Liður í inngöngu Króata í Evrópusambandið.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar Króatía sótti um aðild að Evrópusambandinu setti sambandið hlýðni við ICTY skilyrði aðildar. Þannig varð Evrópusambandið dómstólnum mikill liðsauki og sýndi alþjóðastofnunum og alþjóðaréttvísi augljósan stuðning. Þjóðhetja Króata, Ante Gotovina, var meðal ákærðra. Framsal hans var gjaldið sem Evrópusambandið krafðist af Króötum gegn vilyrði um aðild og jafnframt það sem skipti króatísku þjóðina miklu máli vegna þeirrar þjóðarímyndar sem Gotovina hefur.
    Markmið þessararar ritgerðar er að skoða framsal Ante Gotovina til ICTY og þýðingu framsalsins meðal samlanda hans. Varpað verður upp fleiri flötum á máli Gotovina og leitað svara við þeirri spurningu hvort framsal hans hafi ráðið úrslitum um inngöngu Króatíu eins og vonir stóðu til. Þá er einnig gerð grein fyrir starfsemi alþjóðastofnana og framþróun alþjóðaréttvísi með starfsemi ICTY.

Samþykkt: 
  • 3.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Allt fyrir friðinn - skemman.is.pdf935.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna