Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34980
Ritgerðin fjallar um það hvernig hægt er að nýta samræður sem hluta af grenndarkennslu í leikskólastarfi. Ritgerðinni fylgir verkefnasafn sem inniheldur 14 grenndarverkefni með áherslu á samræður. Ritgerðin er greinargerð þar sem höfundur leitast við að skoða og þróa eigið starf og kennsluumhverfi, auk þess að dýpka skilning á nærumhverfinu og kennsluaðferðum.
Greinargerðin er tvískipt. Fyrri hluti hennar fjallar um grenndaraðferð og Heiðarhverfið í Reykjanesbæ sem er viðfangsefnið í verkefnasafninu. Leitast var við að skoða hvaða möguleika hverfið býður upp á til að nýta grenndaraðferð í leikskólastarfi, þar sem náttúra, menning og saga nærumhverfisins er í brennidepli.
Grenndarkennsla sem kennsluaðferð veitir börnum tækifæri til að kanna og fræðast um nærumhverfi sitt. Einnig stuðlar grenndarkennsla að aukinni söguvitund, grenndarvitund og umhverfisvitund barna, en þessir þættir eru á meðal grunnforsenda sterkrar sjálfsvitundar einstaklinga. Í seinni hluta greinargerðarinnar er fjallað um samræður sem kennsluaðferð, þar sem leitast var við að varpa ljósi á árangursríkar samræður.
Í verkefnasafninu er að finna verkefni með áherslu á grenndaraðferð, þar sem samræður eru notaðar sem kennsluaðferð. Verkefnin eiga það sameiginlegt að fara þarf í vettvangsferðir á 14 mismunandi áfangastaði í Heiðarhverfi og næsta nágrenni. Staðirnir sem koma við sögu í verkefnasafninu hafa allir náttúru-, menningar- og sögulegt gildi innan svæðisins.
The main purpose of the thesis is to explore how dialogue can be as a
teaching method in environmental studies in preschools. Alongside the thesis is a handbook with projects using dialogue as a teaching method in environmental studies.
The thesis consists of two parts. In the first part environmental
studies are discussed and how the method can be used with children of
preschool age in Heiðarhverfi and the immediate surroundings.
Heiðarhverfi area is the main topic of this thesis. Heiðarhverfi is
located in Reykjanesbær, Iceland where the nature, culture and the history of the local environment are the main focus. In the first part the goal is to explore what options the area has to offer for environmental studies with children in preschools.
Environmental studies can offer children in preschool an opportunity
to explore and learn about their local environment, which can increase their historical and environmental awareness. These elements are some of the underlying factors for strong self-awareness for individuals.
In the second part, dialogue is discussed as a teaching method to
promote children to have successful conversations during lessons.
The thesis is accompanied with a handbook which includes 14 environmental study projects where dialogue is used as a teaching method.
All the projects require field trips to the locations in the Heiðarhverfið area in Reykjanesbær. All places listed in the handbook have natural, cultural and historical values within the area.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Eysteinn Elvarsson, Meistaraverk.pdf | 1.43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |