Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34981
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Ritgerðin fjallar um lestrarnám barna. Fjallað er um læsi, skilgreiningar á læsi og muninn á læsi og lestri. Fjallað er um berskulæsi, mikilvægan undirbúning lestrarnáms og rýnt í undirþætti lesturs. Einnig er fjallað um þá erfiðleika sem nemendur geta staðið frammi fyrir í lestrarnámi sínu. Fjallað er um hlutverk kennarans, hvernig hann getur stutt við nemendur sína og mikilvægi þess að einstaklingsmiða lestrarnámið. Lestur og læsi eru lífsgæði. Að vera læs er forsenda þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og geta verið óháður öðrum. Lestur er undirstaða alls náms og því leggur lestrarnámið grunninn að öllu námi sem á eftir kemur. Þau börn sem eiga í erfiðleikum með lestur rekast þar af leiðandi á margar hindranir í skólanum. Erfiðleikarnir birtast ekki aðeins í lestrinum sjálfum heldur yfirfærast á aðrar námsgreinar sem reyna á lestur, ritun og notkun tungumálsins. Mikilvægt er að reyna að fyrirbyggja lestrarerfiðleika með öflugri málörvun barna á leikskólaaldri og snemmtækri íhlutun. Undirbúningur fyrir lestrarnámið hefst mjög snemma. Undirbúningurinn felst meðal annars í því að lesið sé fyrir barnið og málskilningur þess efldur, það sé kynnt fyrir stöfunum og hljóðum þeirra. Það að barnið sé vel undirbúið fyrir lestrarnámið getur skipt sköpum og gert því mun auðveldara fyrir þegar í grunnskólann er komið. Þegar kennari tekur á móti börnum sem eru að hefja skólagöngu sína stendur hann frammi fyrir krefjandi verkefni. Hann þarf að skoða þekkingu og reynslu hvers barns og finna út hvernig hann getur mætt þörfum hvers og eins. Tilgangur verkefnisins er að opna augu lesandans fyrir mikilvægi þess að stutt sé vel við alla nemendur í því margslungna ferli sem lestrarnám er.
This thesis is submitted for B.Ed. degree at the Faculty of Education in the University of Akureyri. The thesis focuses on literacy and the process of learning to read, difficulties that children may face and what the teacher can do to support his students. The concept of literacy will be discussed in terms of definitions. The process of reading is discussed as well as the subsections of reading. Reading and literacy are one of the qualities of life. Being able to read is one of the conditions of being independent and to actively participate in the society. Good reading skills are the foundation of all subsequent studies. The children that face reading difficulties therefore face a lot of obstacles in the school. The difficulties emerge not only in the reading itself but also transfer to all subjects that involve reading, writing and language using. It is important that teachers, parents and other caregivers try to prevent reading difficulties with powerful speech stimulation for children on pre-school age and early intervention. Preparation for literacy begins very early on. Reading for the child and increasing its language comprehension, introducing it to the letters and their sounds are examples of ways to prepare the child for literacy. Preparing the child can be crucial and make the process of learning to read much easier. A teacher that receives children who are starting their school attendance is faced with an enormous challenge. He needs to examine his students’ knowledge, their experience and their development to be able to find out the best way to meet the needs of each student at any given time. The purpose of this assignment is to open the readers’ eyes for the importance of supporting all students in the complex process of learning to read.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lestrarnám barna_B.Ed-ritgerð.pdf | 366,97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |