is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34983

Titill: 
 • Skaðaminnkun fyrir einstaklinga sem nota vímuefni í æð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hugmyndafræði skaðaminnkunar hér á landi, hvernig er unnið út frá henni og hvaða úrræði eru í boði fyrir þann jaðarsetta hóp einstaklinga sem nota vímuefni í æð. Aðeins verður rennt yfir sögu skaðaminnkunar, hvaðan hugmyndafræðin kemur og hvernig þróunin hefur verið, bæði erlendis og á Íslandi. Að auki verður farið yfir það hvernig fíknisjúkdómurinn er skilgreindur samkvæmt viðurkenndum greiningarkerfum, hvernig hann lýsir sér, hvaða efni eru helst notuð á Íslandi og hver þróun þeirra er. Er skaðaminnkun að virka í samfélaginu okkar? Ritgerðin er unnin út frá eigindlegri rannsókn þar sem rætt var við Helgu Sif Friðjónsdóttur, (doktor í geðhjúkrunarfræði) sem hefur gjarnan verið gefið viðurnefnið guðmóðir skaðaminnkunar á Íslandi og Þór Gíslason (forstöðumann Gistiskýlisins og Hringbraut 121) en hann tók einnig þátt í verkefninu Frú Ragnheiður þegar það hófst. Einnig var rætt við Svölu Jóhannesdóttur (verkefnastýru Frú Ragnheiðar), Aðalstein Baldursson (forstöðumann á Miklubraut 20) sem og hjúkrunarfræðing sem starfar hjá Frú Ragnheiði, Eddu Rún Kjartansdóttur (ljósmóðurnema) og sjálfboðaliða hjá Frú Ragnheiði. Öll hafa þau góða innsýn inn í verkefnið Frú Ragnheiði sem og skaðaminnkun hérlendis úr ólíkum áttum. Að auki var tekið viðtal við Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni hjá SÁÁ. Í ritgerðinni verður skoðað hvernig mismunandi stofnanir á Íslandi skilgreina hugtakið skaðaminnkun á ólíkan hátt, varpað fram gagnrýni á stefnu þeirra og athugað hvað mætti bæta í því samhengi. Niðurstaðan er sú að engin ein aðferð hentar öllum einstaklingum. Sumir fara í vímuefnameðferð og gengur vel á meðan aðrir eru ekki tilbúnir til þess. Það er síðarnefndi hópurinn sem þarf sérstaklega á skaðaminnkunarþjónustu að halda þar sem hann passar verr inn í hinn svokallaða samfélagsramma. Í lok ritgerðarinnar er svo kafli þar sem ég segi frá reynslu minni sem starfsmaður hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar til sex ára, bæði á búsetukjörnum fyrir tvígreinda einstaklinga sem þjást af geðklofa og fíknisjúkdómi en eru ekki í neyslu sem og á stofnunum með tvígreindum einstaklingum í virkri neyslu og með geðgreiningu. Einnig sinni ég störfum á heimili fyrir heimilislausa karlmenn í virkri neyslu og er sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this essay is to provide oversight into the domestic ideology of harm reduction, how it is used and what resources there are for the marginalized group of people who are using IV drugs. The essay will also gloss over the history of harm reduction, where the ideology originated from and how it has developed, both domestically and internationally. It will also focus on how substance abuse is defined by recognized analysis and how addiction works. What type of drugs are used in Iceland and how it has developed. Does harm reduction work in our society? This essay uses qualitative research method when
  interviewing Dr. Helga Sifdóttir, who is often referred to as the godmother of harm reduction in Iceland and Þór Gíslason, the manager at the Gistiskýlið and Hringbraut 121. Þór also participated in the project Frú Ragnheiður when it first started. I interviewed Svala Jóhannesdóttir the project manager at Frú Ragnheiður, Aðalsteinn Baldursson the manager at Miklabraut 20, he is also a nurse at Frú Ragnheiður. I also interviewed Edda Rún Kjartansdóttir a student midwife and a volunteer at Frú Ragnheiður. They all have a good insight from different angles into the project that is Frú Ragnheiður, as well as into domestic harm reduction. I also interviewed Valgerður Rúnarsdóttir, the chief physician at SÁÁ. This essay looks at how different institutions in Iceland have differing views on the ideology of harm reduction. It also focuses on what criticism it has faced and if that criticism is valid, and how to possibly better it. The conclusion is that there is no one universal therapy that works for everyone in our society. Some may go to rehab and do very well. Then there is the other group of people who do not necessarily fit into societal structures and are not ready for rehab and they certainly need the assistance of harm reduction. This essay oncludes with a chapter where I focus on my experience as an employee of the Reykjavík welfare committee for six years, working at a dual diagnosed residential core for individuals who are sober and suffer from schizophrenia and a residential core for individuals who have dual diagnosis, actively use drugs and are diagnosed as mentally ill. I also work at a shelter for the homeless men who actively use drugs and I volunteer at Frú Ragnheiður.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 07.04.2081.
Samþykkt: 
 • 25.2.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Skaðaminnkun Hulda Margrét.pdf400.6 kBLokaður til...07.04.2081HeildartextiPDF