Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34984
Þetta rannsóknarverkefni er starfendarannsókn (e. action research) sem rannsakandi vann í tengslum við eigin kennslu skólaárið 2018–2019. Síðustu ár hefur áhugi á starfendarannsóknum aukist hér á landi og felur slík rannsókn í sér faglega ígrundun kennara þar sem kennari rýnir í eigið starf, safnar markvisst gögnum um það og spyr sjálfan sig hvernig hann starfi og hvers vegna. Rannsakandi er því viðfangsefni rannsóknarinnar. Þátttakendur í þessari rannsókn voru, auk rannsakanda, tveir kennarar með reynslu af fjarnámskennslu ásamt nemendum á sjúkraliðabraut sem stunda fjarnám í Verkmenntaskóla Austurlands. Nemendur voru 26 talsins og fór rannsóknin fram frá janúar til maí 2019.
Megintilgangur rannsóknarinnar var að efla fagmennsku mína sem kennari og þróa kennsluhætti mína í átt að góðum fjarnámskennara í samræmi við viðhorf mín til náms og kennslu. Markmiðin með rannsókninni voru annars vegar að þróa kennsluaðferðir og fjölbreytt námsmat sem myndi auka virkni og stuðla að virkari samvinnu nemenda og hins vegar að gera námsefnið aðgengilegra og samskipti og upplýsingar til fjarnámsnema skilvirkari.
Á rannsóknartímabilinu var gögnum safnað með skrifum í rannsóknardagbók, hálfopnum viðtölum við kennara, óformlegum samtölum við samkennara ásamt gögnum sem ég safnaði á kennsluvef áfangans.
Helstu niðurstöður voru þær að fjölbreyttar kennsluaðferðir og vel skipulagt námsmat ásamt auknum samskiptum og upplýsingaflæði til nemenda skilaði sér í virkum og lærdómsfúsum fjarnámsnemendum. Jafnframt sýndu niðurstöður að samvinna fjarnámsnemenda styrkti þá í námi og fékk þá til að rýna í eigin námsgetu.
Starfendarannsóknin gerði það að verkum að ég varð öruggari í kennarastarfinu, kennsluhættir mínir breyttust og starfkenning mín mótaðist og styrktist. Kennslan færðist nær mínum viðhorfum til náms og kennslu. Ígrundun, uppgötvun, staðfesta, skipulag og þróun eru dæmi um þætti sem ég lærði með þátttöku í þessari rannsókn. Mér finnst ég komin með ákveðið jafnvægi í skipulagi fjarnámskennslunnar og mun sú þekking sem ég öðlaðist í rannsóknarferlinu vonandi nýtast öðrum kennurum sem kenna fjarnám á framhaldsskólastigi.
This action research project was conducted during, and in connection with, the researcher’s teaching and deliberation throughout the academic year of August 2018 – May 2019. In recent years, interest in occupational research has increased in Iceland. This involves professional reflection of the teacher, who reviews his/her teaching industry and endeavors, systematically collecting data on these and querying the how and why of their teaching work. The researcher is therefore the subject of his study. In addition, participants include two teachers with experience in distance learning, together with twenty-six faculty of nursing distance-learners at Verkmenntaskóli Austurlands. The data concerning students was collected between January and May 2019.
The main purpose of the study was to strengthen the author’s professionalism as a teacher, and development in becoming an adept and competent distance teacher in line with personal aspirations and attitude in relation to learning and teaching. Moreover, the aim was to develop teaching method and a diverse assessment of learning that would increase learning effectiveness and promote more effective student collaboration. Additional objectives were to produce more accessible study material, and to make communication and information for distance learners more effective.
During the research period, data was collected through research-orientated journal entries, semi-open interviews with teachers, informal conversations with fellow teachers, in conjuction, with information and details obtained from the course’s teaching website.
The main findings were that a variety of teaching methods and well-organized assessment of learning, as well as increased communication and information flow to students, resulted in more illuminated and active distance-learning student. At the same time, the results showed that collaboration between distance students reinforced their studies and encouraged them to review their personal learning abilities.
The research led to feeling more secure in the teaching profession, teaching methods being revised and reformed, and work theory being crystallized and strengthened. Actual teaching moved closer to the author’s attitudes towards learning, tuition, and study. Reflection, discovery, validation, organization and development are examples of aspects that have been learned through participation in this study. A certain balance or symmetry in the structure of distance education teaching has been achieved, and the knowledge gained in the research process will hopefully be useful to other teachers who teach distance education at the upper secondary level.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ingibjörg Ösp Meistarprófsritgerð_2020_.pdf | 2,71 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |