is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34987

Titill: 
  • „Ég sé þetta sem svo stóra gjöf“ : reynsla hvítra íslenskra mæðra af að eiga og ala upp börn af blönduðum uppruna
  • Titill er á ensku „I see this as a great gift“ : experiences of white Icelandic mothers raising multiracial children
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hvítum mæðrum sem eiga börn af blönduðum uppruna (e. multiracial) hefur hingað til ekki verið veitt mikil athygli í félags- og menntarannsóknum á Íslandi. Rannsóknir hér á landi hafa beinst meira að sjálfsmynd einstaklinga sem eru af blönduðum uppruna, ásamt reynslu kvenna af því að vera í sambandi við menn af erlendum uppruna (e. interracial relationship). Markmið þessarar rannsóknar er hinsvegar að ljá hvítum mæðrum á Íslandi rödd og fá þær til að segja frá reynslu sinni af því að eignast börn með erlendum mönnum sem eru dökkir á hörund (e. men of color). Tekin voru viðtöl við sjö hvítar íslenskar mæður og rætt við þær um reynslu þeirra. Stuðst er við feminískar kenningar um samtvinnun (e. intersectionality) og fyrirbærafræði til að skoða hvernig ólíkir þættir eins og aldur, kyn, kyngervi, stéttarstaða, menntun, trú o.fl. fléttast saman og auka félags- og menningarbundinn valdamismun. Niðurstöður benda til þess þrátt fyrir að hvítar íslenskar mæður séu meðvitaðar um rasisma í íslensku samfélagi, hugsa þær minna um hvít forréttindi sín (e. white privilege). Þær telja einnig að þeirra eigin forréttindi yfirfærist sjálfkrafa á börnin þrátt fyrir reynslu barnsfeðra þeirra af rasisma og fordómum gegn dökku litarhafti á Íslandi. Margir viðtalenda í þessari ritgerð höfðu viðteknar hugmyndir um kynþátta¬jafnrétti á Íslandi og voru haldnar hugmyndum um „litblindu“ (e. color-blindness) á hörundslit, sem einnig hafði áhrif á uppeldisfræðilegar hugmyndir þeirra. Rannsóknin er mikilvæg hvað varðar innsýn á þá þætti sem hafa áhrif á velferð barna sem eru dökk á hörund, einkum þegar kemur að aðlögun þeirra að samfélaginu og baráttu gegn fordómum og fáfræði sem stuðla að rasisma í íslensku samfélagi.

  • Útdráttur er á ensku

    White mothers of multiracial children have so far not received much attention in social and educational studies in Iceland. The focus has primarily been on the racial identity of individuals of mixed origins or experiences of women in interracial relationships. The purpose of this research is to lend this group a voice in order to share their experiences as parents and spouses and to better understand the meaning they attach to their experiences. Seven mothers were interviewed. They discussed their experiences of being in an interracial relationship and having bi/multiracial children. Feminist theories of intersectionality were used as a theoretical point of view to examine different aspects such as age, sex, gender, SES (socio-economic status), education, religion, etc. and how these variables intertwine and influence social and cultural discrimination. The results indicate that the mothers have unconscious white privilege bias and take for granted that their privileges will be passed on to the children despite the racism and prejudices their fathers have suffered in Iceland as well as the children themselves. They maintained most of the notions of egalitarian views and "color-blindness" that characterized their racial socialization practices. The mothers' view of their children's racial identity varied from factors such as the children’s age, skin color and their own experiences. Some mothers had experienced certain cultural conflicts in their relationship with the fathers, but viewed it as a great asset for their children to grow up with two different cultural heritages. The participants’ ideas of racial equality in Iceland has a direct effect on their method in racial socialization practices. This research gives an important insight in understanding the different factors affecting children’s wellbeing and their inclusion into society. It´s also important as means to fight against racism and prejudice.

Samþykkt: 
  • 25.2.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Lokaverkefni_Anna Árnadóttir.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf179.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF