is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34989

Titill: 
 • Vináttuverkefni Barnaheilla : forvörn gegn einelti
 • Titill er á ensku Free of bullying : Save the children Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna notkun leikskólakennara á Vináttuverkefni Barnaheilla og athuga hvort að þeir telji að verkefnið sé að skila sér til barnanna. Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti sem notað er í um 47% íslenskra leikskóla (Barnaheill, e.d.). Eftir að verkefnið var gefið út hér á landi hefur aðeins verið gerð ein rannsókn á efninu. Sú rannsókn átti sér stað skólaárið 2014-2015 þegar verkefnið var fyrst gefið út, þátttakendur voru þá alls 24 og komu frá sex mismunandi leikskólum (Lára Rún Sigurvinsdóttir, Sigrún Sif Jóelsdóttir og Kristín E. Harðardóttir, 2015). Ákvað höfundur að endurgera fyrri rannsókn til þess að athuga gengi verkefnisins nú til dags.
  Rannsóknin fólst í spurningalista sem sendur var út á þá leikskóla sem vinna með Vináttuverkefni Barnaheilla. Spurningalistinn fólst í krossaspurningum þar sem spurt var um þekkingu þátttakenda á efninu, hvernig þeir nýta sér verkefnið og hvort að þeir telji það beri árangur. Niðurstöður sýna að þátttakendurnir voru flestir sammála um að verkefnið hafi hjálpað þeim að öðlast þekkingu á einelti og birtingamyndum þess. Niðurstöður sýna að er að ná kennsluefnið sem fylgir með nái til barnanna sem og starfsfólks innan leikskólanna sem tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknar þessarar eru sambærilegar niðurstöðum fyrri rannsóknar. Höfundur telur að mikilvægt sé að kanna gengi verkefnisins reglulega og sjá hvort að það þurfi að breyta einhverju í tengslum við það svo að leikskólar hætti ekki að nýta sér efnið þar sem að það er að bera árangur nú til dags. Með rannsókn þessari er hægt að sjá hvaða áhrif Vináttuverkefni Barnaheilla hefur á leikskólum og niðurstöður sýna að með fræðslu um vináttu er hægt að kenna ungum börnum hvað einelti er og hvernig má koma í veg fyrir það.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research was to examine the use of the project Free of bullying – Save the children Iceland by presschools teachers, and to investigate if they think that the project is getting through to the children. Free of bullying – Save the children Iceland is a prevention
  project that is used in about 47% of Icelandic kindergartens (Barnaheill etc.). This project is of great personal importance to the researcher, and she has been working on it since 2016. After the project was published in Iceland, only one study has been done on it. That research took place in the schoolyear 2014-15. Participants were 24 in total, and from 6 different kindergartens (Lára Rún Sigurvinsdóttir, Sigrún Sif Jóelsdóttir and Kristín E. Harðardóttir, 2015). The researcher thought it was interesting to redo this study to see the status of it today since the project had managed to spread more out. The current study had a multiple-choice questionnaire where participants were asked about their knowledge on this subject, how they use it, and if they think that the results have been positive. The findings show that most participants agreed it helped them obtain knowledge about bullying and the forms it can take. The study shows that the project is reaching the kids, along with the staff in the kindergartens that were participating in this research. The result of this research is similar to that of the previous one. The researcher believes that it is important to check the status of this project regularly, and to see if anything regarding it can be changed so that the participating kindergartens will continu using it, since it seems to be getting positive results so far. This research can be used to show what effect Free of bullying – Save the children Iceland is giving to the presshoolers and shows that young kids can be taught what bullying is, and how to prevent it.

Samþykkt: 
 • 25.2.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vináttuverkefni Barnaheilla.pdf633.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf171.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF