is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34990

Titill: 
  • Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs : áhrif vinnumarkaðar á fjölskyldulíf og jafnrétti foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvað samfélagið og vinnumarkaðurinn getur gert til þess að koma á betra jafnvægi á milli atvinnu og fjölskyldulíf foreldra. Fjallað er um fjölskylduvæna stefnu á vinnustöðum og skoðað hvort að staða mæðra og feðra sé sambærileg á vinnumarkaði eftir barneiginir. Niðurstöður ritgerðarinnar sem er fræðileg heimildarritgerð benda til þess að staða mæðra sé verri á vinnumarkaði eftir barneiginir en staða feðra. Þegar mæður koma á vinnumarkaðinn á fullum krafi eftir barneiginir sem er oft seinna en karlarnir eru þær oft komnar fyrir aftan karlana þegar horft er til launa, þróunar í starfi og vinnutíma. Sveigjanlegur vinnutími, stuðningur yfirmanns og góð vinnustaðamenning eru þættir sem eru taldir vera verndandi þegar horft til jafnvægis á milli atvinnu og fjölskyldulífs. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar samhliða tilrauna verkefni Reykjavíkurborgar með styttingu vinnuvikunnar benda til þess að styttri vinnuvika auðveldi foreldrum að samþætta atvinnu og fjölskyldulíf. Fjölskylduvæn stefna á vinnustöðum hefur gefið góða raun en virðist þó ekki ýta undir jafnrétti á milli foreldra. Launin sem bjóðast á þeim vinnustöðum eru oft ekki há og sækja því síður karlar á þá vinnustaði.

Samþykkt: 
  • 25.2.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ritgerd_Audur_Reynisdottir.pdf380.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_AR.pdf343.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF