Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/34997
Árangur í íþróttum krefst vitsmunalegra aðgerða eins og athygli, einbeitingu og ákvarðanatöku til að virka á besta stigi í streituvaldandi og krefjandi umhverfi. Verulegur rannsóknargrundvöllur með áherslu á mismunandi sálfræðilega færni eins og skynmyndir, er fyrir hendi varðandi hvernig hámarka megi frammistöðu í íþróttum. Eins liggja fyrir mismunandi rannsóknir á sálfræðilegri tækni til að stjórna tilfinningum og má þar nefna rannsóknir á hugrænni atferlismeðferð. Þó er skortur á rannsóknum sem kanna hvort aukning á vitrænni hæfni leiði til bættrar frammistöðu í íþróttum. Rannsóknir á hugrænni þjálfun hafa verið framkvæmdar til að finna leiðir til að efla vitræna færni með endurteknum og markvissum hugrænum æfingum.
Í þessari ritgerð er gert grein fyrir áhrifum hugarþjálfunar hjá íþróttamönnum með það fyrir augum að bæta árangur íþróttamanna í sinni íþróttagrein.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif hugarþjálfunar á íþróttamenn.pdf | 780.25 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 54.77 kB | Locked | Declaration of Access |