is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35000

Titill: 
 • „Manni líður eins og maður sé loksins venjulegur" : upplifun einstaklinga með ADHD á íþróttaiðkun
 • Titill er á ensku „You finally feel like you are normal“ : the perspective of individuals diagnosed with ADHD on sport participation
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið verkefnisins er að auka skilning á einstaklingum sem greindir hafa verið með ADHD, þ.e. athyglisbrest og ofvirkni, og upplifun þeirra á íþróttaiðkun.
  Í þessu verkefni verður notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við nokkra einstaklinga sem allir hafa verið greindir með ADHD og iðka eða hafa iðkað íþróttir. Með eigindlegum viðtölum er vonast til þess að fá innsýn í upplifun þessara einstaklinga af að vera með ADHD og æfa íþróttir og hvaða áhrif þeim finnst íþróttir hafa haft á einkenni þeirra. Í verkefninu verður einnig leitað í smiðju ýmiss fræðilegs efnis um ADHD, meðferðir við ADHD, íþróttir, skipulagt íþróttastarf og einnig um skólastarf og ADHD. Helstu niðurstöður verkefnisins benda til þess að íþróttaiðkun hefur tiltölulega jákvæð áhrif á einstaklinga sem greindir eru með ADHD. Íþróttir hjálpa til við að styrkja félagsfærni þessara einstaklinga sem og færnina í að hlýða, hlusta og taka leiðbeiningum. Niðurstöður þessar má nýta til þess að upplýsa foreldra/forráðamenn einstaklinga með ADHD, sem og þjálfara og einstaklingana sjálfa sem hafa ADHD, um jákvæð áhrif iþróttaiðkunar og hvernig hún getur hjálpað einstaklingum með ADHD að finna sinn sess í samfélaginu. Það er oft sem einstaklingum með ADHD finnst þeir hvergi falla inn og er hægt að nýta þessar niðurstöður í einmitt það að sýna að þessu fólki geti fundist það falla í hópinn. Íþróttir eru margrar og fjölbreyttar, hóp- sem og einstaklingsíþróttir og ættu allir að geta fundið eitthvað sem hentar þeim. Það má því segja að niðustöðurnar sýni okkur að mögulega er hægt er að nota íþróttaiðkun sem eitt af meðferðarúrræðum við ADHD.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to increase the awareness of individuals who have been diagnosed with ADHD or Attention deficit/Hyperactivity disorder and their experience of participation in sports.
  A qualitative research method will be used in this thesis. Several individuals who have all been diagnosed with ADHD and have participated, or still participate, in sports were interviewed. Hopefully qualitative interviews will provide insight into these individuals‘ experiences of having ADHD and participating in sports and the impact they feel sports have had on their symptoms. The thesis will also look into the construction of various school participation on ADHD, treatments for ADHD, sports, organized sports and also about school and ADHD. The main findings of this thesis are that sports participation has a relatively positive effect on individuals diagnosed with ADHD. Sport participation can help strengthen the social skills of individuals with ADHD as well as their ability to listen, follow rules and instructions. These findings can be used to inform parents/legal guardians of individuals with ADHD, their coaches as well as the individuals themselves about the positive effects of sport participation and how it can help individuals with ADHD to find their place in the community. It is often that individuals with ADHD find themselves as outcasts and have trouble fitting in with peers. Sports vary a lot, both group and individual sports, and most people should be able to find something that suits them. The results of this thesis show us that sports participation can possibly be used as treatment method for individuals with ADHD.

Samþykkt: 
 • 25.2.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni Hildur Öder Einarsdóttir pdf.pdf609.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_HÖE.pdf284.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF