en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35001

Title: 
 • Title is in Icelandic Unnið með yngstu börnum í leikskóla : starfshættir og fagmennska leikskólakennara
 • Working with the under 3s : practices and professionalism amongst early childhood educators
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvað leikskólakennarar, sem starfa með börnum á aldrinum níu mánaða til þriggja ára, leggja til grundvallar starfsháttum sínum. Einnig er horft til upplifunar leikskólakennara á starfsumhverfi sínu og fagmennsku í starfi með börnum í ungbarnaleikskólum og ungbarnadeildum almennra leikskóla.
  Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar fjallar um starfshætti leikskóla og rannsóknir sem gerðar hafa verið á því sviði. Fjallað er um umhyggju í skólastarfi og tengsl hennar við fagmennsku leikskólakennara ásamt því að helstu skilgreiningar á hugtökunum eru settar fram. Einnig er starfsaðstæðum leikskólakennara gerð skil og greint frá rannsóknum á upplifun þeirra á sviðinu.
  Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð við gerð rannsóknarinnar og um tilviksrannsókn var að ræða. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu september til október 2019 og tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sex leikskólakennara, þar af einn karlkyns, sem starfa á fimm mismunandi leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla var lögð á að úrtakið speglaði mismunandi hlutverk leikskólakennara og tengdust yngstu börnum leikskólastigsins, það er að segja í þessu tilviki leikskólastjórar, deildarstjórar og leikskólakennarar. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Á hverju byggja leikskólakennarar starfshætti sína með yngstu börnum leikskóla? Hvernig upplifa leikskólakennarar starfsaðstæður sínar?
  Helstu niðurstöður benda til þess að leikskólakennararnir hafi nokkuð áþekkar hugmyndir um hvað liggur að baki starfsháttum þeirra og eru að ýmsu leyti samhljóma fyrri rannsóknum um starfshætti leikskólakennara. Starfshættir leikskólakennaranna einkennast af ígrundun um starfið og umhyggju gagnvart börnunum, foreldrum og samstarfsfólki. Leikskólakennararnir lögðu svipaða merkingu í hvað felst í starfsháttum þeirra, þar á meðal nánd í samskiptum, hreinskilni og að setja skýr mörk um hvað telst æskilegt og óæskilegt. Samstarf við foreldra og samstarfsfélaga var leikskólakennurunum hugleikið auk þess sem meirihluti viðmælendanna ígrunduðu hlutverk sitt sem stjórnendur í leikskólum, annars vegar sem deildarstjórar og hins vegar sem stjórnendur leikskóla. Leikskólakennararnir voru á einu máli um að umhyggja í starfi gagnvart börnum, foreldrum og samstarfsfólki, væri einn mikilvægasti þáttur fagmennsku þeirra og því væri umhyggja og fagmennska óaðskiljanlegir þættir í leikskólastarfi. Leikskólakennararnir töldu að fagmennska fæli í sér viðamikinn þekkingargrunn, samskipta- og leiðtogahæfni. Sérstaka athygli vakti að allir leikskólakennararnir töluðu um mikilvægi hlutverks síns í ráðgjafarhlutverki við foreldra og leiðbeinendur. Leikskólakennarar töldu það eftirsóknarvert að efla menntun leikskólakennaranema með því að fjalla sérstaklega um yngstu börnin ásamt því að bjóða upp á endurmenntunarnámskeið til handa útskrifuðum leikskólakennurum. Þannig mætti koma til móts við faglegt starf með yngstu börnunum og auka við sérhæfingu á sviðinu. Í starfi með ungum börnum virðist gott starfsumhverfi, fagmenntun, starfsþróun, fagleg umræða og ígrundun með samstarfsfélögum, sér í lagi með þeim sem hafa fagmenntun, og gleði í starfi með börnum einnig hafa jákvæð áhrif á upplifun leikskólakennara í starfi. Álagstímar, þar sem takmarkaður tími gefst til skipulagningar faglegs starfs, mannekla og fá tækifæri til ígrundunar hafa neikvæð áhrif á fagmennsku leikskólakennara.
  Niðurstöður rannsóknarinnar bæta við fyrri þekkingu á sviðinu á þann hátt að lítið hefur verið fjallað um faglegt starf með yngstu börnum leikskólastigsins en aukinn fjöldi yngri barna í leikskólum á síðustu árum kallar á fleiri rannsóknir og að meira sé fjallað um leikskólastarf með þessum aldurshópi barna.

 • The objective of this research was to explore what early childhood educators base their practices on. Also considered are the experiences of early childhood educators on their work environment and professionalism in their work with children in early childhood preschools and early childhood classrooms in public preschools.
  The theoretical background of this study addresses preschool practices and research conducted in that specific field. Care in preschools and it‘s relations to preschool teacher professionalism are discussed, and main definitions of these concepts presented. Preschool teachers‘ working conditions are analyzed and research about their experiences in the field are accounted for.
  Qualitative method was used in this research and it is a case study. Data gathering was conducted in September to October 2019 and semi-structured interviews were conducted with six preschool teachers, one of which was male, who work in five different preschools in the Reykjavik area. Special emphasis was placed on having the study reflect different roles of preschool teachers around the youngest children in preschools, that is to say headmasters, classroom head teachers and preschool teachers. The following questions were to be answered: On what do preschool teachers build their practices with the youngest children in
  preschool? How do preschool teachers experience their working conditions?
  The main findings indicate that the preschool teachers have similar ideas about what they form their practices on. Moreover, these ideas appear to be similar to what previous research findings about preschool teacher practices have shown. The preschool teachers‘ practices were characterized by a great deal of thought and contemplation about their work and care for the children, parents and co-workers. Collaboration with parents and coworkers was a prerequisite for preschool teachers, and the majority of participants reflected on their role as preschool administrators. The preschool teachers all felt that care in early childhood education, towards children, parents and coworkers, was one of the most important factors of their professionalism and that care and professionalism were inseparable and integral factors in preschools practices. Furthermore, they felt that professionalism is based on an extensive knowledge base, communication and leadership skills. It was interesting that the preschool teachers talked about the importance of their advisory roles towards parents and teacher‘s assistant. Early childhood educators believe that it is desirable to empower preschool teacher‘s education by teaching and discussing specifically about the youngest children in preschools as well as offering retraining courses
  for graduated preschool teachers. Thus, professional work with the youngest children can be met by offering courses that enhance specialization in the field. Working with the under 3s, it seems that good work environment, professional development, reflective conversations with coworkers, especially other professionals, and enjoyment in your work with children have a positive effect on preschool teachers‘ work perspective. Stressful periods where limited time is given for planning professional work, staff shortages and few opportunities for reflections have a negative impact on preschool teachers‘ professionalism.
  Main findings of this research add to prior knowledge of the field in the way that little has been discussed and researched about professional work with the under 3s in Icelandic preschools although an increasing number of younger children in preschools in recent years requires more discussion of preschool work with this age group of children.

Accepted: 
 • Feb 25, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35001


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Inga Dóra Magnúsdóttir Meistaraverkefni-lokaskil.pdf615.11 kBOpenComplete TextPDFView/Open
ingayfirlysing.pdf399.37 kBLockedDeclaration of AccessPDF