is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35005

Titill: 
 • Reynsla fagfólks innan skólakerfisins af PMTO grunnmenntun og áhrifum hennar á hegðunarerfiðleika barna : „... maður grípur í það sem að gengur upp“
 • Titill er á ensku Professionals‘ perception of PMTO basic training and its impact on children's behavioral difficulties : „... you use what is useful and works“
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að meta reynslu af PMTO grunnmenntuninni í einu sveitarfélagi, hvernig aðferðirnar sem kenndar voru nýtast í starfi og hvernig styðja mætti við notkun aðferðanna í skólastarfi. Megindlegar samanburðarrannsóknir, bæði erlendis og hérlendis, hafa sýnt jákvæð áhrif PMTO á foreldrafærni og hegðun barna (Sigmarsdóttir, Thorlacius, Guðmundsdóttir og Degarmo, 2015, bls. 511; Ogden og Hagen, 2008). Með þessari eigindlegu rannsókn var leitast við að meta reynslu fagfólks af PMTO grunnmenntuninni og svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
  • Hver er reynsla fagfólks í einu sveitarfélagi af PMTO grunnmenntuninni?
  • Hvernig nýtast aðferðirnar í starfi?
  • Hvernig má styðja við notkun aðferðanna í starfi?
  • Hvernig er miðlun vitneskjunnar sem aflað var með PMTO grunnmenntuninni háttað innan leik- og grunnskólanna?
  Valin var eigindleg rannsóknaraðferð og notast við tilgangsúrtak og slembival við val á þátttakendum. Meta átti reynslu þátttakenda af PMTO grunnmenntuninni og því urðu þeir að hafa lokið því námskeiði. Viðtöl voru tekin við níu konur sem unnu sem aðstoðarleikskólastjóri, sérkennslustjórar á leikskóla, sérkennari á leikskóla, skólastjóri í grunnskóla, deildarstjóri á unglingastigi í grunnskóla, deildarstjóri eldra stigs í grunnskóla, sérkennari/þroskaþjálfi í grunnskóla og umsjónarkennari í grunnskóla. Úr þremur leikskólum og þremur grunnskólum. Nöfnum þátttakenda ásamt nöfnum leik- og grunnskólanna var breytt til að gæta fyllsta trúnaðar. Stuðst var við grundaða kenningu í gagnagreiningunni og í kjölfarið notaði rannsakandinn kóðun. Út frá þeirri kóðun voru niðurstöður flokkaðar í fimm efnisflokka sem voru:
  • Bein notkun aðferðanna.
  • Ráðgjöf og handleiðsla.
  • Viðhald þekkingar og stuðningur.
  • Ólík notkun aðferðanna í leik- og grunnskólum.
  Niðurstöður sýndu að almenn ánægja var með PMTO grunnmenntunina meðal viðmælenda og að hún nýttist þeim í starfi, bæði í tengslum þeirra við börnin og við ráðgjöf til foreldra og samstarfsfólks. Munurinn á frásögnum fagfólks í leik- og grunnskólum var töluverður. Frásagnir fagfólksins á leikskólum bentu til þess að notkun einveru væri notuð á annan hátt en hjá fagfólki í grunnskólunum. Á hinn bóginn notuðu viðmælendur bæði í leik- og grunnskólum hrós og jákvæða styrkingu. Samhljómur var um að eftirfylgni varðandi PMTO grunnmenntunina væri ákjósanleg til að rifja upp og skerpa á aðferðunum. Einnig töluðu viðmælendur um að gott hefði verið að fleiri en einn á sama vinnustaðnum hefði lokið PMTO grunnmenntuninni því að samstarf þeirra hefði skapað stuðning við að prófa sig áfram með aðferðirnar og við að miðla þekkingunni til annarra starfsmanna.
  Viðmælendur töluðu um að sumar aðferðirnar hentuðu þeim betur en aðrar en allir sögðust nota einhverjar aðferðanna í starfi sínu. Sumir töluðu um að vilja þjálfa sig betur í að nota umræddar aðferðir en þátttakendur í rannsókninni voru mjög jákvæðir gagnvart þeim.
  Niðurstöður viðtalanna veita dýrmætar upplýsingar um fýsileika PMTO-grunnmenntunar til að gera skólastarf tengdum börnum með hegðunarvanda enn markvissara en verið hefur. Ég tel að sú kunnátta og þekking sem þátttakendur í PMTO náminu búa yfir sé kærkomin viðbót við það góða starf sem nú þegar er verið að vinna með börnum sem sýna erfiða hegðun og fjölskyldum þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this research is to evaluate professionals´ perception of PMTO basic education in preschools and elementary schools of one municipality, to assess whether the methods taught in PMTO were perceived as useful in their job and what would be needed to further support the use of the methods in schools. Previous research with quantitative methods, randomized controlled trials conducted abroad and in Iceland, have shown PMTO to have positive effects on parenting and behavior of children (Sigmarsdóttir, Thorlacius, Guðmundsdóttir and Degarmo, 2015, p. 511; Ogden and Hagen, 2008). The goal of this qualitative study was to assess the perception of professionals of PMTO training, by answering the following research questions:
  • How do professionals perceive their PMTO training?
  • Of what use are the methods in practice?
  • How could the use of the methods be supported in the schools?
  • How do the professionals disseminate their knowledge gained from PMTO training, within preschools and primary schools?
  A qualitative research method was selected, using a purposive sample and random selection of participants in this study, where the experience of the PMTO training had to be evaluated and therefore the participants had to have completed the course. Nine women were interviewed and the names of the participants as well as the preschools and primary schools changed, to maintain full confidentiality. The grounded theory was used in the data analysis and subsequently the researcher used coding to group the findings into main categories, which were:
  • Direct use of the methods.
  • Counseling and guidance.
  • Maintenance of knowledge and support.
  • Difference in the use of methods between preschool and primary school.
  The results showed a general satisfaction with the PMTO basic training amongst interviewees and they described how they used the methods both in their work with the children and in counseling of parents and colleagues. Between preschool and primary school there was a significant difference as preschool professionals said that they did not use time-out but professionals in primary school said they did. However, compliments and positive reinforcement were the methods that both preschool and primary school professionals reported to use the most. There was also consensus amongst interviewees that follow-up on PMTO training would be preferable, for them to be able to review and refine their use of the methods. The interviewees also said that it would be beneficial if more than one person in the same workplace had completed the PMTO training so there they could support each other in implementing the methods and disseminating them to other staff members.
  Interviewees talked about some of the PMTO methods being better suited to their work than others. Everyone said they used some of the methods in their work and some talked about wanting to practice using the methods more often and were very positive about them.
  The results provide valuable insight into the feasibility of PMTO training to enable school personnel to better meet the needs of children with behavioral problems. I believe that PMTO methods are a welcomed addition to the good support that is already being provided to children with behavioural difficulties and their families.

Samþykkt: 
 • 2.3.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf135.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Reynsla fagfólks innan skólakerfisins af PMTO grunnmenntun og áhrifum hennar á hegðunarerfiðleika barna.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna