Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35009
Markmið þessarar rannsóknar var að þróa eigin starfshætti, skoða styrkleika mína og efla sjálfa mig í því starfi sem fer fram utandyra, það er að segja nýta útiveruna og umhverfi leikskólans til náms og hreyfingar hjá börnunum. Lagði ég áherslu á að vera fagleg í starfinu með börnunum og nýta hver þau tækifæri sem gáfust til þess að ýta undir nám þeirra hvort sem væri í gegnum hreyfingu eða annað starf. Tilgangurinn var að bæta það starf sem fer fram í útiveru barna í leikskólanum mínum ásamt því að vera hvetjandi fyrirmynd fyrir annað starfsfólk leikskólans.
Rannsóknin er starfendarannsókn (e.action research) og notast var við eigindlegar (e. qualitative) aðferðir við gagnaöflun. Gagnaöflun var fyrst og fremst í formi rannsóknardagbókar (e. field diary) en einnig var ljósmyndum, vettvangsnótum (e. field nots) og fyrirliggjandi gögnum í leikskólanum safnað. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu júní 2019 til september 2019. Áherslan í þessari rannsókn var á eigið starf og því annað starfsfólk og börn leikskólans aðeins óbeinir þátttakendur.
Megin niðurstöður rannsóknarinnar felast í lýsingu á því ferli sem átti sér stað þegar ég hófst handa við að nýta útiveru barna, náttúruna og nærumhverfi leikskólans til þess að ýta undir nám og hreyfingu barna í leikskólanum mínum. Í ferlinu kom fram að ég varð meðvitaðri um það hvenær ég ætti að grípa inn í leik barnanna og hvenær ég ætti að halda mig til hlés. Jafnframt sá ég að það er oft meira nám á bak við það sem unnið er úti heldur en virðist í fyrstu. Auk þess mátti sjá að öll þau viðfangsefni sem unnin voru með börnunum í útinámi var hægt að tengja við grunnþætti menntunar í Aðalnámskrá leikskóla . Á rannsóknartímabilinu fann ég hvernig ég efldist í eigin starfsháttum og starfsþróun tengt útinámi og hreyfingu. Ég gerði mér grein fyrir því hvernig ég gat nýtt útiveru leikskólans enn betur til þess að ýta undir margskonar námstækifæri og aukna hreyfingu barna. Mér tókst að finna leiðir sem studdi þau sem mest og juku námsmöguleika þeirra í leikskólanum.
The object of this research was to develop my working methods, examine my strengths and empower myself in the work conducted outdoors, i.e. utilize the outdoor activities and the surroundings of the preschool for the children’s learning and movement. I stressed being professional in working with the children and exploited every opportunity to encourage their learning, whether it was through movement or other work. The goal was to improve the work being done during the outdoor activities at my preschool along with being a inspirational role model for the other staff in the preschool.
This research was an action research and qualitative methods were used for data acquisition. The data acquisition was primarily in the form of a field diary, field notes and photographs were also used, and documetary evidence from at the preschool gathered. Data acquisition was conducted during the period of June 2019 to September 2019. The emphasis of this research was on my own work and thus other staff and the children of the preschool merely implicit participants.
Primary findings consist of describing the process occurring when I started to work more with the children’s outdoor activities, nature and microenvironment of the preschool to encourage learning and movement of children in my preschool. In the process I became more aware of when to take part in the children’s play and when to stand back. At the same time, I saw that there is often more learning behind the play activities outdoors than it appears at first. Besides, it could be seen that all the activities done with the children during outdoors play and learning could be linked to the fundamental pillars of education in the The Icelandic National Curriculum Guide for Preschools. During the research period I found how I was empowered by my working methods and work development related to outdoor learning and movement. I realized how I could use the outdoor activities of the preschool even better to boost different learning opportunities and increased movement of the children. I managed to find ways that supported them the most and increased their learning prospects in the preschool.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlysing.pdf | 219.68 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Oddný Guðríður Pálmadóttir.pdf | 1.76 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |