en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35011

Title: 
 • Title is in Icelandic Arfur forfeðranna : fræðileg umfjöllun um meðvirkni í uppeldi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A. prófs í uppeldis- og menntunarfræði á Menntavísindaviði við Háskóla Íslands. Ritgerðin er fræðileg heimildaritgerð og tilgangur hennar er að varpa ljósi á hvaða áhrif það hefur á börn að alast upp við í vanvirku fjölskyldumynstri í meðvirkum fjölskyldum. Megináherslan er á meðvirkni og afleiðingar hennar á líf og þroska barna, einnig verður komið inn á afleiðingar meðvirkni á uppkomin börn alkóhólista.
  Meðvirkni er svo sem ekki nýtt hugtak og staða fræðilegrar þekkingar er mjög góð, en almenn þekking er þannig að flestir þekkja til hugtaksins en gera sér ekki grein fyrir umfangi og mjög svo alvarlegum afleiðingum hennar. Fólk er að gera sér grein fyrir því í mun meiri mæli en áður hversu mikil og djúpstæð áhrif hún hefur á líf og líðan einstaklinga. Einstaklingar sem alast upp í meðvirkni geta átt við ýmisleg vandamál að stríða. Þessi vandamál fylgja einstaklingum út lífið ef ekkert er að gert og þessir einstaklingar viðhalda síðan vandamálinu með því að ala sín börn upp á þann hátt sem þau þekkja best. Þannig að vandamálið helst áfram kynslóð frá kynslóð. Leitast verður eftir því að svara spurningunum Hvaða áhrif hefur það á börn að alast upp í meðvirkri fjölskyldu? Einnig hvaða áhrif hefur það haft fyrir fullorðna einstaklinga að hafa alist upp við slíkar aðstæður.
  Helstu niðurstöður eru að það hefur mjög miklar afleiðingar fyrir einstaklinga að alast upp við meðvirkni. Börnin alast upp við stöðugt óöryggi, mikla streitu, kvíða, vanlíðan og á meðvirkum heimilum eru tjáskipti oft af skornum skammti og fyrir barn sem er að þroskast eru góð tjáskipti mikilvæg þar sem þau eru að læra og þurfa leiðsögn. Þetta er brot af þeim erfiðleikum sem börn þurfa að glíma við sem alast upp við alkóhólisma og meðvirkni. Einnig verður skoðað hvaða úrræði eru í boði fyrir börn og fullorðna sem glíma við afleiðingar meðvirks uppeldis og meðvirkni í eigin lífi. Það er mjög mikilvægt að rjúfa þann vítahring sem meðvirkni er í fjölskyldum.

Accepted: 
 • Mar 2, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35011


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.A ritgerð Sara Arnbjörnsdóttir.pdf464.83 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing.jpeg1.76 MBLockedDeclaration of AccessJPG