is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35013

Titill: 
 • "Einhvers konar straumar" : reynsla nýliða með annað móðurmál en íslensku af því að hefja störf í íslenskum leikskólum
 • Titill er á ensku "Some kind of wibe" : the experiences of new employees with a foreign mother tongue when beginning work in Icelandic playschools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun og reynslu nýliða með annað móðurmál en íslensku af því að hefja störf í íslenskum leikskólum, hvernig það upplifði móttökurnar og aðlögun sína að vinnustaðnum, samstarfsfólkið, tungumálið og menninguna.
  Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð en gengið út frá fyrirbærafræðilegri nálgun. Þátttakendur voru átta talsins, allt konur sem höfðu starfað allt frá átta mánuðum upp í fimm ár í íslenskum leikskóla. Konurnar voru starfandi í nokkrum leikskólum í Reykjavík þegar rannsóknin var gerð. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl þar sem leitast var við að varpa ljósi á upplifun þeirra.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þátttakendur telji starfsanda á vinnustaðnum skipta sköpum þegar kemur að því að hefja störf í íslenskum leikskóla. Þær upplifðu allar óöryggi í þessum aðstæðum til að byrja með og þá sérstaklega vegna vankunnáttu í að tala íslensku.
  Það hvernig þeim gekk að komast inn í starfið og tileinka sér starfshættina og tungumálið valt mikið til á því hvort að starfsmannahópurinn tók vel á móti þeim eða ekki og hvort að þeim var veitt hlutdeild í verkefnum.
  Það kom einnig í ljós að flestir þátttakendanna höfðu farið á íslenskunámskeið en ekki þótti öllum þau nægilega hagnýt. Þá þótti skorta talþjálfun og sérhæfða kennslu sem hæfir leikskólastarfsfólki. Flestir viðmælendurnir töluðu um að námskeiðin væru oft þung og umfangsmikil og að mestu utan vinnutíma. Þeir sem ekki höfðu sótt námskeið töluðu um að ástæðan væri einmitt tímaleysi og krefjandi verkefnavinna sem legðist ofan á þreytu eftir fullan vinnudag í leikskóla.
  Niðurstöðurnar geta nýst skólayfirvöldum og stjórnendum leikskóla til þess að bæta vinnubrögð við móttöku starfsfólks með annað móðurmál en íslensku sem er mikilvægur hluti af fjölbreyttum starfsmannahópi leikskólanna.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research was to explore the experience of new eployees whith a foreign mother tongue when starting to work in Icelandic playschools, how they experienced the reception and the induction period in the workplace, the staff, the language and the culture.
  Qualitative research was used as a method with a phenomenological approach. There were 8 participants, all women who had worked in an Icelandic playschool for a period from 8 months up to 5 years. The women were working in several playschools in Reykjavík during the research period. Semi-structured interviews were taken where the aim was to shed light on their experiences.
  The main conclusions indicate that the participants think that the atmosphere of the workplace has the most impact when starting a career in an Icelandic playschool. They all felt insecure in their positions at the beginning, especially because of their inability to speak Icelandic.
  How they got to develop an understanding of the job and learn the procedures and the language were mainly due to how well or not the staff members received them into the group and whether they were included in the projects.
  It also became clear that most of the participants had been on an Icelandic course, but not all thought it was practical enough. Speech and language training was lacking as was specialized training for people who work in playschools. Most of the participants said that the courses were too complicated and time consuming and generally only available after work. Those who had not attended a course said that the reason was precisely a lack of time and the demanding workload that would be added to fatigue after a long workday in a playschool.
  The conclusions can benefit school authorities or principals of playschools to improve practises when employing staff members that have another native language than icelandic as they are an important part of the diverse faculty in playschools.

Samþykkt: 
 • 2.3.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman yfirlýsing Sólveig D. Larsen.pdf30.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð M-ed 2020.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna